Samtökin standa fyrir Iceland Airwaves Off venue-tónleikadagskrá á LOFT Hostel í Bankastræti í dag. Þar koma fram hljómsveitir sem koma að samtökunum á einhvern hátt eða/og styðja málstað þeirra.
Dagskráin í dag er svohljóðandi:
15:15 Bláskjár
16:00 Rauður
16:45 Börn
17:30 EAST OF MY YOUTH
18:15 Dream Wife
19:00 Tuff Love
Frítt er inn fyrir alla og aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun til staðar. Airwaves-armbönd ekki nauðsynleg. Stelpur Rokka! verða á svæðinu með ýmsan varning til sölu til styrktar starfinu.
Uppfært kl. 20. Ísland í dag kíkti á dagskránna á LOFT Hostel og ræddi meðal annars við skipuleggjendurna Margréti Hugadóttur og Dönu Rún Hákonardóttur. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.