Eyjólfur á heimleið: „Ég þarf að byrja upp á nýtt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. nóvember 2015 14:26 Eyjólfur Héðinsson gæti hjálpað hvaða Pepsi-deildarliði sem er. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti