Gremjan kemur líklega bara fram seinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. nóvember 2015 06:30 Eyjólfur Héðinsson hefur þurft að upplifa erfiða tíma. Vísir/Getty Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson spilaði bikarleik með Danmerkurmeisturum Midtjylland í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi þrítugi Breiðhyltingur hefði ekki verið að spila sinn fyrsta leik síðan 11. maí á síðasta ári. Hann hefur verið mikið meiddur meira og minna síðan hann gerði tveggja og hálfs árs samning við Midtjylland árið 2013, en þaðan kom hann frá SönderjyskE þar sem hann var einn besti maður liðsins og var að slá í gegn í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta er búið að vera alveg þriggja ára dæmi. Ég meiðist fyrst í náranum fyrir þremur árum og þó ég næði að spila nokkra leiki vorið 2014 var það bara gálgafrestur. Ég er búinn að fara í þrjár aðgerðir. Sú síðasta var í febrúar á þessu ári og hún virðist hafa heppnast,“ segir Eyjólfur í viðtali við Fréttablaðið, en tíminn án fótboltans hefur verið langur. „Ég sparkaði ekki í bolta í 16 mánuði frá maí í fyrra þar til núna í haust. Það er nú alveg spurning um hvort maður megi kalla sig atvinnumann í fótbolta,“ segir hann og hlær.Skemmtilegur tapleikur Danmerkurmeistarar Midtjylland voru óvænt slegnir út úr bikarnum af B-deildarliði Hróarskeldu eftir framlengdan leik. Eyjólfur sneri aftur og spilaði 58 mínútur. „Það var algjör snilld að spila fótbolta aftur. Við vorum ekki með sterkasta liðið okkar því álagið á liðinu hefur verið mikið en það er samt engin afsökun,“ segir hann. Eðlilega voru allir draugfúlir með að tapa leik og hvað þá bikarleik, en í rútunni heim leyndist einn brosandi Breiðhyltingur. „Ég rembdist alveg við að brosa ekki,“ segir Eyjólfur. „Auðvitað var ekkert gaman að tapa en ég var bara svo hrikalega glaður að hafa loks spilað aftur leik. Svo fékk ég margar hamingjuóskir sem mér þótti vænt um.“ Eðli málsins samkvæmt hefur Eyjólfur verið mikið í endurhæfingu og styrktarþjálfun til að komast í gegnum meiðslin og ná fyrri styrk. Hann hefur lítið æft með liðinu og hefur ekki enn náð að æfa heila viku með því. „Ég er bara búinn að vera í líkamsræktarsalnum síðan ég kom til Midtjylland. Ég hef nánast ekkert farið út á æfingavöllinn. Ég rétt svo rata þangað en þarf eiginlega GPS-tæki,“ segir hann og hlær dátt. „Það er í fyrsta sinn núna sem ég fer reglulega út á æfingavöllinn en er samt ekki kominn í fulla æfingu. Ég æfi með liðinu svona 2-3 sinnum í viku.“Farið aftur í gæðum Þegar Eyjólfur gekk í raðir Midtjylland var það lið um miðja deild í dönsku úrvalsdeildinni. Nú er það ríkjandi Danmerkurmeistari og spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Peningarnir eru mun meiri, liðið stefnir hátt og öflugir leikmenn hafa verið keyptir. Allt á meðan Eyjólfur hefur meira og minna setið uppi í stúku. „Samningurinn minn er að renna út um áramótin og það er ekkert slegist um mig. Ég býst við að koma heim um áramótin. Á meðan Midtjylland hefur orðið meistari og keypt sterka menn hefur mér farið aftur í gæðum eftir allan þennan tíma. Ég er ekkert heimskur og veit að ég á ekki mikla framtíð hér. Ég þarf að spila fótbolta og því stefni ég að því að koma heim og finna mér eitthvert lið,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur komst ágætlega í gegnum bikarleikinn en fékk aðeins í lærið. Ný meiðsli eru oft eftirköst stærri meiðsla. „Ég var bara með besta móti í þessum leik og eftirköstin hafa verið nokkuð jákvæð. Ég tók nokkrar verkjatöflur en það er ekkert óeðlilegt við það. Ég er nokkuð bjartsýnn á, að ef ég kem heim um áramótin geti ég byrjað á fullu í janúar og tekið þátt í undirbúningsmótunum,“ segir hann.Eyjólfur Héðinsson í leik með Midtjylland.Vísir/Getty27 í fótboltaárum Þó Eyjólfur sé líklega á heimleið núna, fyrr en áætlað var, er hann ánægður með atvinnumannsferilinn sem hófst hjá GAIS í Svíþjóð fyrir níu árum. Hann hefur alltaf spilað í efstu deild og átti mjög góða tíma hjá SönderjyskE. „Ég spilaði 100 leiki í efstu deildinni í Svíþjóð sem var frábær reynsla. Svo gerði ég vel hjá SönderjyskE sem varð til þess að ég fékk tækifæri hjá Midtjylland. Auðvitað er ég sáttur með ferilinn en endirinn er svekkjandi. Gremjan kemur líklega bara fram seinna hjá mér. Núna er ég bara svo sáttur með að vera byrjaður aftur,“ segir Eyjólfur sem telur sig hafa mikið fram að færa og ætlar að spila lengi til viðbótar. „Ég er bara 27 ára í fótboltaárum,“ segir hann og hlær við. „Það er gott að hugsa þetta þannig. Ef nárinn verður til friðs á ég mörg ár eftir því fyrir utan hann hef ég aldrei verið meiddur,“ segir hann. Eyjólfur flýtir sér hægt til baka og tekur endurkomuna skref fyrir skref. „Ég held mér alveg á jörðinni og tek bara einn dag fyrir í einu. Markmiðið þegar ég vakna er bara að geta æft. Ég plana ekkert lengra en viku fram í tímann,“ segir Eyjólfur Héðinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson spilaði bikarleik með Danmerkurmeisturum Midtjylland í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi þrítugi Breiðhyltingur hefði ekki verið að spila sinn fyrsta leik síðan 11. maí á síðasta ári. Hann hefur verið mikið meiddur meira og minna síðan hann gerði tveggja og hálfs árs samning við Midtjylland árið 2013, en þaðan kom hann frá SönderjyskE þar sem hann var einn besti maður liðsins og var að slá í gegn í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta er búið að vera alveg þriggja ára dæmi. Ég meiðist fyrst í náranum fyrir þremur árum og þó ég næði að spila nokkra leiki vorið 2014 var það bara gálgafrestur. Ég er búinn að fara í þrjár aðgerðir. Sú síðasta var í febrúar á þessu ári og hún virðist hafa heppnast,“ segir Eyjólfur í viðtali við Fréttablaðið, en tíminn án fótboltans hefur verið langur. „Ég sparkaði ekki í bolta í 16 mánuði frá maí í fyrra þar til núna í haust. Það er nú alveg spurning um hvort maður megi kalla sig atvinnumann í fótbolta,“ segir hann og hlær.Skemmtilegur tapleikur Danmerkurmeistarar Midtjylland voru óvænt slegnir út úr bikarnum af B-deildarliði Hróarskeldu eftir framlengdan leik. Eyjólfur sneri aftur og spilaði 58 mínútur. „Það var algjör snilld að spila fótbolta aftur. Við vorum ekki með sterkasta liðið okkar því álagið á liðinu hefur verið mikið en það er samt engin afsökun,“ segir hann. Eðlilega voru allir draugfúlir með að tapa leik og hvað þá bikarleik, en í rútunni heim leyndist einn brosandi Breiðhyltingur. „Ég rembdist alveg við að brosa ekki,“ segir Eyjólfur. „Auðvitað var ekkert gaman að tapa en ég var bara svo hrikalega glaður að hafa loks spilað aftur leik. Svo fékk ég margar hamingjuóskir sem mér þótti vænt um.“ Eðli málsins samkvæmt hefur Eyjólfur verið mikið í endurhæfingu og styrktarþjálfun til að komast í gegnum meiðslin og ná fyrri styrk. Hann hefur lítið æft með liðinu og hefur ekki enn náð að æfa heila viku með því. „Ég er bara búinn að vera í líkamsræktarsalnum síðan ég kom til Midtjylland. Ég hef nánast ekkert farið út á æfingavöllinn. Ég rétt svo rata þangað en þarf eiginlega GPS-tæki,“ segir hann og hlær dátt. „Það er í fyrsta sinn núna sem ég fer reglulega út á æfingavöllinn en er samt ekki kominn í fulla æfingu. Ég æfi með liðinu svona 2-3 sinnum í viku.“Farið aftur í gæðum Þegar Eyjólfur gekk í raðir Midtjylland var það lið um miðja deild í dönsku úrvalsdeildinni. Nú er það ríkjandi Danmerkurmeistari og spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Peningarnir eru mun meiri, liðið stefnir hátt og öflugir leikmenn hafa verið keyptir. Allt á meðan Eyjólfur hefur meira og minna setið uppi í stúku. „Samningurinn minn er að renna út um áramótin og það er ekkert slegist um mig. Ég býst við að koma heim um áramótin. Á meðan Midtjylland hefur orðið meistari og keypt sterka menn hefur mér farið aftur í gæðum eftir allan þennan tíma. Ég er ekkert heimskur og veit að ég á ekki mikla framtíð hér. Ég þarf að spila fótbolta og því stefni ég að því að koma heim og finna mér eitthvert lið,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur komst ágætlega í gegnum bikarleikinn en fékk aðeins í lærið. Ný meiðsli eru oft eftirköst stærri meiðsla. „Ég var bara með besta móti í þessum leik og eftirköstin hafa verið nokkuð jákvæð. Ég tók nokkrar verkjatöflur en það er ekkert óeðlilegt við það. Ég er nokkuð bjartsýnn á, að ef ég kem heim um áramótin geti ég byrjað á fullu í janúar og tekið þátt í undirbúningsmótunum,“ segir hann.Eyjólfur Héðinsson í leik með Midtjylland.Vísir/Getty27 í fótboltaárum Þó Eyjólfur sé líklega á heimleið núna, fyrr en áætlað var, er hann ánægður með atvinnumannsferilinn sem hófst hjá GAIS í Svíþjóð fyrir níu árum. Hann hefur alltaf spilað í efstu deild og átti mjög góða tíma hjá SönderjyskE. „Ég spilaði 100 leiki í efstu deildinni í Svíþjóð sem var frábær reynsla. Svo gerði ég vel hjá SönderjyskE sem varð til þess að ég fékk tækifæri hjá Midtjylland. Auðvitað er ég sáttur með ferilinn en endirinn er svekkjandi. Gremjan kemur líklega bara fram seinna hjá mér. Núna er ég bara svo sáttur með að vera byrjaður aftur,“ segir Eyjólfur sem telur sig hafa mikið fram að færa og ætlar að spila lengi til viðbótar. „Ég er bara 27 ára í fótboltaárum,“ segir hann og hlær við. „Það er gott að hugsa þetta þannig. Ef nárinn verður til friðs á ég mörg ár eftir því fyrir utan hann hef ég aldrei verið meiddur,“ segir hann. Eyjólfur flýtir sér hægt til baka og tekur endurkomuna skref fyrir skref. „Ég held mér alveg á jörðinni og tek bara einn dag fyrir í einu. Markmiðið þegar ég vakna er bara að geta æft. Ég plana ekkert lengra en viku fram í tímann,“ segir Eyjólfur Héðinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00