Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sæunn Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2015 14:46 Þorsteinn Már Baldvinsson sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Eftir skoðun á málinu hefur skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu í sakamáli sérstaks saksóknara á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja.Vísir greindi frá því þann 4. september síðastliðinn að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður mál tengd Samherja, niðurstaða embættisins var að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Þorsteinn sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi einnig Seðlabankann, og taldi þörf á að bankinn fjármálaráðherra og Alþingi tækju afstöðu til þess hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. Í frétt á vef Samherja segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við það sem þeir hafi alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hafi verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan sé að starfsfólk Samherja og dótturfélaga þeirra hafi unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt segir að ítreka skuli að staðfest hafi verið að ávirðingar Seðlabankans hafi verið efnislega rangar og hafi ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hafi frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að Samherja, félaginu og starfsfólki, verði því ekki kölluð annað en ljót og sé bankanum til minnkunar. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Eftir skoðun á málinu hefur skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu í sakamáli sérstaks saksóknara á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja.Vísir greindi frá því þann 4. september síðastliðinn að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður mál tengd Samherja, niðurstaða embættisins var að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Þorsteinn sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi einnig Seðlabankann, og taldi þörf á að bankinn fjármálaráðherra og Alþingi tækju afstöðu til þess hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. Í frétt á vef Samherja segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við það sem þeir hafi alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hafi verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan sé að starfsfólk Samherja og dótturfélaga þeirra hafi unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt segir að ítreka skuli að staðfest hafi verið að ávirðingar Seðlabankans hafi verið efnislega rangar og hafi ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hafi frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að Samherja, félaginu og starfsfólki, verði því ekki kölluð annað en ljót og sé bankanum til minnkunar.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent