Munurinn mælist í milljónum tonna Svavar Hávarðarson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október. Hlaup í Skaftá Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira