Sagði dyravörðum frá meintum nauðgara og var í kjölfarið meinuð innganga á skemmtistaði í borginni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 19:48 Dyraverðirnir á Húrra hafa verið látnir fara, að sögn eiganda staðarins. Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015 Airwaves Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015
Airwaves Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira