Sagði dyravörðum frá meintum nauðgara og var í kjölfarið meinuð innganga á skemmtistaði í borginni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 19:48 Dyraverðirnir á Húrra hafa verið látnir fara, að sögn eiganda staðarins. Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015 Airwaves Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015
Airwaves Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira