Komnir með samning hjá svartmetal-risa Guðrún Ansnes skrifar 9. nóvember 2015 09:00 Sveitin ætlar sér ekkert minna en heimsfrægð og er sannarlega skrefinu nær með slíkan bakhjarl sem franski útgefandinn er. Mynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr. Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr.
Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira