„Gróttumarkvörðurinn“ sem stoppaði Gróttu: Nei, ég held að þeir sjái ekki eftir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Vísir/Stefán Það stefnir í mjög jafna toppbaráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og gott dæmi um það er æsispennandi leikur Hauka og Íslandsmeistara Gróttu um helgina. Hetja Hauka var markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, sem er einmitt á láni frá Gróttu. Elín Jóna varði dauðafæri frá Gróttustelpu rétt áður en leiktíminn rann út en hún tryggði Haukum með því stig og þar með toppsæti deildarinnar áfram. „Þetta var skemmtilegur leikur en það var jafnframt svolítið erfitt að mæta Gróttu. Það var svo öðruvísi að spila á móti stelpum sem ég er búin að æfa með eiginlega alla mína ævi,“ segir Elín Jóna sem varði vel í leiknum eins og hún hefur gert í vetur. „Auðvitað hefðum við vilja vinna leikinn en stig er alltaf stig,“ segir Elín Jóna. Elín Jóna varð tvöfaldur meistari með Gróttu í fyrra en þá sem varamarkvörður Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún samdi síðan við Gróttu í haust en fór um leið á láni í eitt ár til Haukanna. „Íris er frábær markvörður og það er erfitt að reyna að skáka hana út. Það var flott hjá Gróttu að leyfa mér að fara á láni af því að mig vantaði reynslu. Mér fannst ég vera nógu góð til að vera fyrsti markvörður og vantaði bara reynsluna af því að fá að spila. Það var rosalega gott tækifæri fyrir mig að fá að fara til Hauka,“ segir Elín Jóna. En ætli Gróttufólkið sjái eftir þessu nú þegar hún sá til þess að hennar gömlu liðsfélagar fengu bara eitt stig um helgina? „Nei ég held að þeir hafi ekkert séð eftir þessu. Þeir eru bara sammála mér í því að ég þurfi reynslu. Ég á að fara aftur í Gróttu á næsta ári,“ sagði Elín og hún hefur þegar sótt mikið til Írisar þegar þær æfðu saman hjá Gróttu. „Íris hefur alltaf verið fyrirmyndin mín frá því að ég var yngri,“ viðurkennir Elín. En sögðu Gróttustelpurnar eitthvað við hana í leikslok? „Lovísa (Thompson) kom allavega til mín eftir leik. Hún var ekkert rosalega ánægð en ekkert rosalega svekkt heldur. Þetta voru svolítið blendnar tilfinningar,“ segir Elín. Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Það stefnir í mjög jafna toppbaráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og gott dæmi um það er æsispennandi leikur Hauka og Íslandsmeistara Gróttu um helgina. Hetja Hauka var markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, sem er einmitt á láni frá Gróttu. Elín Jóna varði dauðafæri frá Gróttustelpu rétt áður en leiktíminn rann út en hún tryggði Haukum með því stig og þar með toppsæti deildarinnar áfram. „Þetta var skemmtilegur leikur en það var jafnframt svolítið erfitt að mæta Gróttu. Það var svo öðruvísi að spila á móti stelpum sem ég er búin að æfa með eiginlega alla mína ævi,“ segir Elín Jóna sem varði vel í leiknum eins og hún hefur gert í vetur. „Auðvitað hefðum við vilja vinna leikinn en stig er alltaf stig,“ segir Elín Jóna. Elín Jóna varð tvöfaldur meistari með Gróttu í fyrra en þá sem varamarkvörður Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún samdi síðan við Gróttu í haust en fór um leið á láni í eitt ár til Haukanna. „Íris er frábær markvörður og það er erfitt að reyna að skáka hana út. Það var flott hjá Gróttu að leyfa mér að fara á láni af því að mig vantaði reynslu. Mér fannst ég vera nógu góð til að vera fyrsti markvörður og vantaði bara reynsluna af því að fá að spila. Það var rosalega gott tækifæri fyrir mig að fá að fara til Hauka,“ segir Elín Jóna. En ætli Gróttufólkið sjái eftir þessu nú þegar hún sá til þess að hennar gömlu liðsfélagar fengu bara eitt stig um helgina? „Nei ég held að þeir hafi ekkert séð eftir þessu. Þeir eru bara sammála mér í því að ég þurfi reynslu. Ég á að fara aftur í Gróttu á næsta ári,“ sagði Elín og hún hefur þegar sótt mikið til Írisar þegar þær æfðu saman hjá Gróttu. „Íris hefur alltaf verið fyrirmyndin mín frá því að ég var yngri,“ viðurkennir Elín. En sögðu Gróttustelpurnar eitthvað við hana í leikslok? „Lovísa (Thompson) kom allavega til mín eftir leik. Hún var ekkert rosalega ánægð en ekkert rosalega svekkt heldur. Þetta voru svolítið blendnar tilfinningar,“ segir Elín.
Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira