Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2015 15:17 Í yfirlýsingu segir lögreglan að málin séu "í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau.“ vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. Í yfirlýsingunni segir lögreglan að málin séu „í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau.“ Þá kemur jafnframt fram að rannsóknunum miði vel „en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Það hefur vakið mikla athygli að lögreglan fór ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og hefur sú ákvörðun verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Meðal annars er búið að boða til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Um þetta segir í yfirlýsingu lögreglu: „Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar.“ Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan:Vegna frétta um rannsóknir tveggja kynferðisbrota, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag og undanfarna dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málin eru í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau. Rannsókn þeirra miðar vel, en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu. Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar. Tengdar fréttir Annar grunuðu farinn úr landi? Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli. 9. nóvember 2015 12:06 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. Í yfirlýsingunni segir lögreglan að málin séu „í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau.“ Þá kemur jafnframt fram að rannsóknunum miði vel „en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Það hefur vakið mikla athygli að lögreglan fór ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og hefur sú ákvörðun verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Meðal annars er búið að boða til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Um þetta segir í yfirlýsingu lögreglu: „Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar.“ Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan:Vegna frétta um rannsóknir tveggja kynferðisbrota, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag og undanfarna dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málin eru í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau. Rannsókn þeirra miðar vel, en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu. Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar.
Tengdar fréttir Annar grunuðu farinn úr landi? Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli. 9. nóvember 2015 12:06 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Annar grunuðu farinn úr landi? Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli. 9. nóvember 2015 12:06
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03