Körfubolti

Pieti Poikola gagnrýnir „varnarkúltur“ Domino´s deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pieti Poikola.
Pieti Poikola. Vísir/Vilhelm
Pieti Poikola var í dag rekinn sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta en hann fékk aðeins að stýra liðinu í fjórum leikjum  í Domino´s deild karla. Tindastóll tapaði tveimur síðustu leikjunum þar af þeim seinni á móti Haukum á heimavelli í gærkvöldi.

Pieti Poikola tjáði sig um brottreksturinn í viðtali við Skúla Sigurðsson á Karfan.is. Hann segist ætla að fara sjálfur í nafnaskoðun og jafnvel í frí suður á bóginn. Hann ætlar ekki að flýta sér að finna sér annað starf enda ennþá þjálfari danska landsliðsins.

„Að byggja upp lið er langtíma verkefni. Það eru margar ástæður fyrir því að við hófum ekki tímabilið eins og ég hafði viljað. En það eru einnig mörg smá atriði sem við gerðum mjög vel í leikjum okkar fram að þessu. Það eru margir frábærir "skorarar" í þessari deild og liðsvörn okkar var að gera of mörg mistök." sagði Pieti í viðtalinu við Skúla og hann gagnrýnir varnarleik íslensku liðanna.

„Varnarkúltur þessarar deildar er veikari en sóknarleikurinn og við gerðum okkur seka um sömu mistökin hvað eftir annað. Ég var bara ekki nægilega góður þjálfari í að kenna það nógu hratt það sem þurfti til. Það krefst mikils frá leikmönnum að treysta þessari hugmyndafræði minni sem þeir vita jafnvel ekki hvort virki nægilega vel.  Mögulega vildu leikmenn sjá árangurinn fljótari og það hefur verið að pirra hópinn í heild sinni" segir Poikola sem var með háleit markmið.

„Ég vildi að liðið spilaði góðan körfuknattleik eftir jól og verða besta varnarlið deildarinnar til að ná markmiðum okkar en nú munum við ekki koma til með að sjá það. Þegar öllu er á botninn hvolft þá get ég bara tekið sjálfan mig í naflaskoðun allt annað hjálpar mér lítið. Við spiluðum og æfðum minna en ég er vanur með öðrum liðum sem ég hef þjálfað. Það fannst mér erfitt og einnig höfðum við ekki fullan sal í íþróttahúsinu þá tíma sem við vildum," sagði Pieti Poikola en það er hægt að lesa allt viðtalið með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×