Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 22:48 Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag. Vísir/Snapchat Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill. Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum. Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt. Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins. Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar. Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill. Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum. Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt. Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins. Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar.
Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira