Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 22:48 Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag. Vísir/Snapchat Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill. Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum. Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt. Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins. Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill. Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum. Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt. Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins. Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira