Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 22:48 Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag. Vísir/Snapchat Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill. Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum. Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt. Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins. Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill. Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum. Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt. Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins. Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira