Á Ósi hjálpast allir að Eva Bjarnadóttir og Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2015 00:00 Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun