Bjarki Sig, Fúsi og Birkir Ívar spila með Þrótti Vogum í bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 12:15 Bjarki Sigurðsson tekur fram skóna aftur. vísir/vilhelm Þróttur Vogum, sem tekur ekki þátt í deildarkeppni handboltans, mætir með stjörnum prýtt lið til leiks í Coca Cola-bikar karla, en Þróttarar taka á móti KR í 32 liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn klukkan 16.00 í Strandgötu. Þrátt fyrir að vera ekki með stærsta liðið í keppninni er mjög auðvelt að fullyrða að Þróttarar eiga lang flestu landsleikina af öllum þeim liðum sem taka þátt í bikarnum. Í heildina eiga leikmenn Þróttar Vogum 1.059 landsleiki að baki. Á meðal þeirra sem skráðir eru í Þrótt fyrir bikarinn eru markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze. Báðir spiluðu lengi með landsliðinu og eiga samtals 192 landsleiki að baki. Þegar kemur að öðrum leikmönnum rekur hver stjarnan aðra. Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, er skráður til leiks, en Bjarki er einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér og á að baki 228 landsleiki. Sigfús Sigurðsson, Rússajeppinn, er einnig skráður til leiks en þessi magnaði línumaður spilaði 162 landsleiki. Af fleiri landsliðsmönnum má nefna Þóri Ólafsson (112 landsleikir), Gylfi Gylfason (27), Valgarð Thorodsen (30) og Heimir Örn Árnason (23). Allir leikmenn liðsins hafa annað hvort spilað landsleik, pressuleik eða hið minnsta neita að spila pressuleik. Þjálfarar eru Jón Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Vals, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins.Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 140 Roland Eradze 52Aðrir leikmenn: Freyr Brynjarsson 3 Valur Arnarsson Spilaði pressuleik Haukur Sigurvinsson Spilaði pressuleik Hilmar Örn Þórlindsson 13 Heimir Örn Árnason 23 Arnar Pétursson 17 Halldór Á. Ingólfsson 30 Bjarki Sigurðsson 228 Guðlaugur Arnarsson 3 Sigmundur Páll Lárusson Eigandi Þorkell Guðbrandsson Spilaði pressuleik Valgarð Thorodssen 30 Einar Örn Jónsson 122 Samúel Ívar Árnason Spilaði pressuleik Finnur Jóhannsson Neitaði að spila landsleik Haraldur Þorvarðar Spilaði pressuleik Sigfús Sigurðsson - Meiddur 162 Logi Geirsson - Er í samningaviðræðum 97 Þórir Ólafsson - Meiddur 112 Gylfi Gylfason - Meiddur 27Liðstjórn: Þjálfarar- Jón Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson Liðstjóri - Ingibjörg Ragnarsdóttir Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Þróttur Vogum, sem tekur ekki þátt í deildarkeppni handboltans, mætir með stjörnum prýtt lið til leiks í Coca Cola-bikar karla, en Þróttarar taka á móti KR í 32 liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn klukkan 16.00 í Strandgötu. Þrátt fyrir að vera ekki með stærsta liðið í keppninni er mjög auðvelt að fullyrða að Þróttarar eiga lang flestu landsleikina af öllum þeim liðum sem taka þátt í bikarnum. Í heildina eiga leikmenn Þróttar Vogum 1.059 landsleiki að baki. Á meðal þeirra sem skráðir eru í Þrótt fyrir bikarinn eru markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze. Báðir spiluðu lengi með landsliðinu og eiga samtals 192 landsleiki að baki. Þegar kemur að öðrum leikmönnum rekur hver stjarnan aðra. Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, er skráður til leiks, en Bjarki er einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér og á að baki 228 landsleiki. Sigfús Sigurðsson, Rússajeppinn, er einnig skráður til leiks en þessi magnaði línumaður spilaði 162 landsleiki. Af fleiri landsliðsmönnum má nefna Þóri Ólafsson (112 landsleikir), Gylfi Gylfason (27), Valgarð Thorodsen (30) og Heimir Örn Árnason (23). Allir leikmenn liðsins hafa annað hvort spilað landsleik, pressuleik eða hið minnsta neita að spila pressuleik. Þjálfarar eru Jón Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Vals, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins.Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 140 Roland Eradze 52Aðrir leikmenn: Freyr Brynjarsson 3 Valur Arnarsson Spilaði pressuleik Haukur Sigurvinsson Spilaði pressuleik Hilmar Örn Þórlindsson 13 Heimir Örn Árnason 23 Arnar Pétursson 17 Halldór Á. Ingólfsson 30 Bjarki Sigurðsson 228 Guðlaugur Arnarsson 3 Sigmundur Páll Lárusson Eigandi Þorkell Guðbrandsson Spilaði pressuleik Valgarð Thorodssen 30 Einar Örn Jónsson 122 Samúel Ívar Árnason Spilaði pressuleik Finnur Jóhannsson Neitaði að spila landsleik Haraldur Þorvarðar Spilaði pressuleik Sigfús Sigurðsson - Meiddur 162 Logi Geirsson - Er í samningaviðræðum 97 Þórir Ólafsson - Meiddur 112 Gylfi Gylfason - Meiddur 27Liðstjórn: Þjálfarar- Jón Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson Liðstjóri - Ingibjörg Ragnarsdóttir
Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira