Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 12:55 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. vísir/styrmir Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson. Verkfall 2016 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira