Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 12:55 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. vísir/styrmir Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson. Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira