Á hálum ís Stjórnarmaðurinn skrifar 21. október 2015 10:30 Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira