Scholes, Rio og Hargreaves: Hugmyndsnautt og lélegt hjá United Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 09:00 Wayne Rooney kvartar í dómaranum í gærkvöldi. vísir/getty Manchester United er með fjögur stig í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn CSKA Moskvu í Rússlandi í gærkvöldi. United er aðeins búið að vinna einn leik af þremur, en liðið olli vonbrigðum í gær eftir að pakka saman Everton, 3-0, um helgina. Þrír fyrrverandi leikmenn Manchester United; Paul Scholes, Rio Ferdinand og Owen Hargreaves, sem allir voru í byrjunarliðinu í Moskvu fyrir sjö árum þegar liðið vann Meistaradeildina, höfðu fátt fallegt um United að segja í myndveri BT Sport eftir leikinn. „Maður býst við að liðið skapi sér meira og að menn taki ákveðin hlaup í gegnum vörnina. Það er enginn að skapa neitt. Maður myndi halda að það væru einhver gæði þarna með Schweinsteiger og Herrera,“ sagði Paul Scholes og Rio Ferdinand tók undir orð félaga síns.Gary Lineker ræðir við United-mennina þrjá á Meistaradeildarkvöldi BT Sport í gærkvöldi.mynd/skjáskotSpurningarnar margar en svörin fá „Ég get ekki ímyndað mér hversu pirraður Louis van Gaal er núna eftir að vinna Everton 3-0 og fara svo þetta. Það var ekki næstum því sami kraftur í liðinu,“ sagði Rio. „Rétta orðið er hugmyndasnautt. Mér finnst eins og ég eins og biluð plata. Þetta er það sama og ég segi í hvert einasta skipti sem ég horfi á United.“ „Það eru bara engir mögulegar í boði þegar boltinn er úti á kanti, inn á miðjunni eða framarlega á vellinum. Þetta er einfandlega ekki Manchester United,“ sagði Rio Ferdinand. United er búið að eyða meira en 200 milljónum punda í nýja leikmenn á síðustu tveimur árum og finnst Owen Hargreaves að liðið eigi að geta búið til meira í sókninni. „Þetta var ekki slæmt en ekki gott. Með alla þessa leikmenn á vellinum hlýturðu að geta skapað þér meira,“ sagði Hargreaves. „United var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik en olli CSKA engum vandræðum. Í seinni hálfleik var liðið beinskeittara með Fellaini inn á vellinum, en spurningarnar í kringum United liðið eru enn þá margar og svörin fá,“ sagði Owen Hargreaves. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Manchester United er með fjögur stig í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn CSKA Moskvu í Rússlandi í gærkvöldi. United er aðeins búið að vinna einn leik af þremur, en liðið olli vonbrigðum í gær eftir að pakka saman Everton, 3-0, um helgina. Þrír fyrrverandi leikmenn Manchester United; Paul Scholes, Rio Ferdinand og Owen Hargreaves, sem allir voru í byrjunarliðinu í Moskvu fyrir sjö árum þegar liðið vann Meistaradeildina, höfðu fátt fallegt um United að segja í myndveri BT Sport eftir leikinn. „Maður býst við að liðið skapi sér meira og að menn taki ákveðin hlaup í gegnum vörnina. Það er enginn að skapa neitt. Maður myndi halda að það væru einhver gæði þarna með Schweinsteiger og Herrera,“ sagði Paul Scholes og Rio Ferdinand tók undir orð félaga síns.Gary Lineker ræðir við United-mennina þrjá á Meistaradeildarkvöldi BT Sport í gærkvöldi.mynd/skjáskotSpurningarnar margar en svörin fá „Ég get ekki ímyndað mér hversu pirraður Louis van Gaal er núna eftir að vinna Everton 3-0 og fara svo þetta. Það var ekki næstum því sami kraftur í liðinu,“ sagði Rio. „Rétta orðið er hugmyndasnautt. Mér finnst eins og ég eins og biluð plata. Þetta er það sama og ég segi í hvert einasta skipti sem ég horfi á United.“ „Það eru bara engir mögulegar í boði þegar boltinn er úti á kanti, inn á miðjunni eða framarlega á vellinum. Þetta er einfandlega ekki Manchester United,“ sagði Rio Ferdinand. United er búið að eyða meira en 200 milljónum punda í nýja leikmenn á síðustu tveimur árum og finnst Owen Hargreaves að liðið eigi að geta búið til meira í sókninni. „Þetta var ekki slæmt en ekki gott. Með alla þessa leikmenn á vellinum hlýturðu að geta skapað þér meira,“ sagði Hargreaves. „United var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik en olli CSKA engum vandræðum. Í seinni hálfleik var liðið beinskeittara með Fellaini inn á vellinum, en spurningarnar í kringum United liðið eru enn þá margar og svörin fá,“ sagði Owen Hargreaves.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira