Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. október 2015 09:00 Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira