Segir Geir gera atlögu að tjáningarfrelsinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 08:00 Geir Þorsteinsson er ekki vinsæll í bláa hluta Manchester núna. vísir/stefán/getty Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Manchester City gæti átt yfir höfði sér sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, en stuðningsmenn City bauluðu á meðan Meistaradeildarlagið var spilað fyrir 2-1 sigurleik liðsins gegn Sevilla frá Spáni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður evrópska knattspyrnusambandsins á leiknum og sendi UEFA skýrslu eftir leikinn þar sem hann tók fyrir baulið í stuðningsmönnunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn City eru óánægðir með UEFA. Í fyrra leiddu þeir mótmæli gegn UEFA þar sem stuðningsmenn CSKA Moskvu mættu á leik síns liðs þó svo þeir ættu að leika fyrir tómum velli. Martin Samuel, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er vægast sagt ósáttur við Geir og tekur hann og UEFA hressilega fyrir í pistli um málið á vefsíðu Daily Mail. „Þegar maður hélt að forráðamenn fótboltans gætu ekki verið ótengdari við raunveruleikann gerist þetta. Þarna er málfrelsinu ógnað og menn eiga yfir höfði sér sekt þrátt fyrir tjáningafrelsi,“ segir Samuel.Lið Manchester City og Sevilla ganga inn á völlinn í umræddum leik á miðvikudagskvöldið.vísir/gettyHvenær var Þorsteinssyni misboðið „Ekkert sem gerðist þegar Meistaradeildarlagið var spilað móðgaði okkur. Þarna hljóp enginn inn á völlinn og ekkert var skemmt. Ekkert var um kynþáttaníð, kynjamisrétti eða hommafælni. Það voru engin orð. Bara hljóð.“ Pistill Samuels er langur og ítarlegur. Hann rekur sögu Meistaradeildarlagsins og fer yfir skandala innan UEFA áður en hann tekur Geir Þorsteinsson svo persónulega fyrir. „Eftirlitsmaður UEFA skráir niður hegðun stuðningsmanna. Að þessu sinni var það Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands. City staðfesti samt að ekkert var minnst á baulið í skýrslunni sem kemur alltaf í kjölfar leikja í Meistaradeildinni, en Þorsteinsson var á meðal áhorfenda,“ segir Samuel. „Hvenær nákvæmlega var honum eða einhverjum kollega hans misboðið og af hverju var City ekki látið vita tímanlega. Bölsýnismaður gæti haldið að Þorsteinsson hefði verið beðinn um að hlusta eftir mótþróa því hann vissi að eitthvað myndi gerast og svo bregðast við því. Þetta mun bara gera City tortryggt um hvað UEFA virkilega ætlaði sér þarna,“ segir Martin Samuel. Allan pistilinn má lesa hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 21. október 2015 20:45