Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 13:52 Formenn LL, SLFÍ og SFR á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. Hann segir það hafa verið vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um launaliðinn um helgina, líkt og stefnt hafði verið að. „Það olli okkur verulegum áhyggjum að ná ekki að klára þennan launalið yfir helgina. En við erum komin nokkuð langt að mínu mati, þó það séu einhverjar brekkur eftir til að fara. En eins og alltaf þá getur alltaf brugðið til beggja vona í svona, það eru enn viðkvæm mál sem þarf að takast á við,“ segir Árni Stefán. Hann segir þó flest benda til að það muni takast að afstýra næsta verkfalli. „Við munum reyna að ýta á að klára þetta fyrir fimmtudag. Ég geri mér vonir um að við náum samkomulagi, það er ef allt gengur eins og verið hefur. Við höfum sett okkur markmið að vera búin að því fyrir allsherjarverkföllin næsta fimmtudag.“ Kjaraviðræðum samninganefnda SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið verður framhaldið í dag. Deiluaðilar sátu við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara til miðnættis í gær, og hittust aftur um klukkan eitt í dag. Sjúkraliðar á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnun Austurlands og Suðurnesja leggja niður störf í dag og standa aðgerðirnar yfir í þrjá sólarhringa. Á fimmtudag hefst svo allsherjarverkfall hjá SFR og sjúkraliðum ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. Hann segir það hafa verið vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um launaliðinn um helgina, líkt og stefnt hafði verið að. „Það olli okkur verulegum áhyggjum að ná ekki að klára þennan launalið yfir helgina. En við erum komin nokkuð langt að mínu mati, þó það séu einhverjar brekkur eftir til að fara. En eins og alltaf þá getur alltaf brugðið til beggja vona í svona, það eru enn viðkvæm mál sem þarf að takast á við,“ segir Árni Stefán. Hann segir þó flest benda til að það muni takast að afstýra næsta verkfalli. „Við munum reyna að ýta á að klára þetta fyrir fimmtudag. Ég geri mér vonir um að við náum samkomulagi, það er ef allt gengur eins og verið hefur. Við höfum sett okkur markmið að vera búin að því fyrir allsherjarverkföllin næsta fimmtudag.“ Kjaraviðræðum samninganefnda SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið verður framhaldið í dag. Deiluaðilar sátu við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara til miðnættis í gær, og hittust aftur um klukkan eitt í dag. Sjúkraliðar á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnun Austurlands og Suðurnesja leggja niður störf í dag og standa aðgerðirnar yfir í þrjá sólarhringa. Á fimmtudag hefst svo allsherjarverkfall hjá SFR og sjúkraliðum ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent