Ísland í dag: „Beauty is pain“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. október 2015 21:12 Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira