Fyrsta fullkomna ár stelpnanna í 22 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 11:30 Anna Björk Kristjánsdóttir er fastamaður í íslenska liðinu. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 6-0 sigur í Slóveníu í undankeppni EM 2017 í gærkvöldi og er í efsta sæti síns riðils. Íslensku stelpurnar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og hafa ekki byrjað undankeppni jafnvel í átta ár eða síðan í undankeppni EM 2009. Íslenska liðið vann alla þrjá keppnisleiki sína á árinu 2015 því liðið spilaði ekki aðra alvöru leiki en þessa þrjá í undankeppni EM í haust. Þetta er fyrsta fullkomna ár íslensku stelpnanna í 22 ár eða síðan að liðið vann eina keppnisleik sinn árið 1993. Íslenska liðið mætti þá Hollandi á Laugardalsvellinum í lok september og fagnaði 2-1 sigri. Guðrún Sæmundsdóttir kom Íslandi í 1-0 með marki beint úr aukaspyrnu á 11. mínútu og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraði síðan sigurmarkið á 86. mínútu eftir hornspyrnu Margrétar Ólafsdóttur. Íslenska liðið komst nálægt því að ná fullu húsi í keppnisleikjum sínum árið 2011 en aðeins markalaust jafntefli í heimaleik á móti Belgíu kom í veg fyrir það. Allir hinir fjórir leikirnir unnust. Þessi þrjú ár, 1993, 2011 og 2015, eru jafnframt einu árin þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik frá því að liðið hóf þátttöku í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið vann fyrst 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum og fylgdi því síðan eftir með sex stiga ferð á Balkanskagann þar sem stelpurnar unnu 4-0 sigur í Makedóníu og 6-0 sigur í Slóveníu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 6-0 sigur í Slóveníu í undankeppni EM 2017 í gærkvöldi og er í efsta sæti síns riðils. Íslensku stelpurnar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og hafa ekki byrjað undankeppni jafnvel í átta ár eða síðan í undankeppni EM 2009. Íslenska liðið vann alla þrjá keppnisleiki sína á árinu 2015 því liðið spilaði ekki aðra alvöru leiki en þessa þrjá í undankeppni EM í haust. Þetta er fyrsta fullkomna ár íslensku stelpnanna í 22 ár eða síðan að liðið vann eina keppnisleik sinn árið 1993. Íslenska liðið mætti þá Hollandi á Laugardalsvellinum í lok september og fagnaði 2-1 sigri. Guðrún Sæmundsdóttir kom Íslandi í 1-0 með marki beint úr aukaspyrnu á 11. mínútu og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraði síðan sigurmarkið á 86. mínútu eftir hornspyrnu Margrétar Ólafsdóttur. Íslenska liðið komst nálægt því að ná fullu húsi í keppnisleikjum sínum árið 2011 en aðeins markalaust jafntefli í heimaleik á móti Belgíu kom í veg fyrir það. Allir hinir fjórir leikirnir unnust. Þessi þrjú ár, 1993, 2011 og 2015, eru jafnframt einu árin þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik frá því að liðið hóf þátttöku í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið vann fyrst 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum og fylgdi því síðan eftir með sex stiga ferð á Balkanskagann þar sem stelpurnar unnu 4-0 sigur í Makedóníu og 6-0 sigur í Slóveníu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53
Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00
Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00
Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30