Innlent

Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst

Höskuldur Kári Schram skrifar
Samningsaðilar skrifuðu undir í húsnæði Ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í nótt.
Samningsaðilar skrifuðu undir í húsnæði Ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í nótt. Vísir/Friðrik Þór
Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum.

Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. maí síðastliðnum til marsmánaðar 2019. Verkfallsaðgerðum félaganna hefur verið frestað.

„Við lögðum í þessa vegferð með ákveðið markmið. Við gerðum þá kröfu að við fengjum sömu kjarabætur og gerðardómur dæmdi háskólamenntuðu fólki hjá ríkinu og sem ríkið hafði verið að semja við aðra aðila. Þetta er samningur upp á 29 til 30 prósent, segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.

Árni telur að samningarnir verði samþykktir í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

„Já ég á nú frekar von á því vegna þess að við fórum af stað með þetta markmið eftir að hafa talað ansi vel við okkar félagsmenn og þeir voru á því að við ættum að ná þessu. Þess vegna leiddi þetta til verkfalla, en já ég á von á því að þessi samningur verði samþykktur, “ segir Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×