Viðskipti innlent

Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn.
Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. Vísir
„Ég held að það sé nokkuð ljóst að kaupin sem slík hafa væntanlega ýtt undir fasteignaverð á þessum svæðum, en áhrifin á leiguverð held ég að séu hins vegar kannski flóknar,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.

Vísir fjallaði í morgun með ítarlegum hætti um fjárfestingar fjögurra sjóða GAMMA sem hafa á undanförnum árum keypt upp um 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og sett í útleigu. Frá þeim tíma hefur leigu- og fasteignaverð hækkað mikið.

Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur GAMMA og sambærileg félög styðja við leigumarkaðinn.Vísir/Andri Marinó
Daníel telur fjárfestingar GAMMA hafi aukið framboð á leigumarkaði þó að þau hafi hugsanlega ýtt undir fasteignaverð.

„Þetta hefur stutt leigumarkaðinn að því leiti að framboð á leiguhúsnæði hefur aukist og aukið framboð þýðir yfirleitt lægra verð,“ segir hann og bætir við að staðan virðist þó vera sú að eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé svo mikil að hækkun á sér engu að síður stað.

Daníel veltir því upp að ef sjóðir á borð við GAMMA hefðu ekki fjárfest húsnæði til að leigja það út, hvort að leiguverð væri þá hærr. „Ef að maður gefur sér það að þeir hefðu ekki farið inn á markaðinn, þá væri fjöldi leiguíbúða í útleigu færri sem því nemur,“ segir hann.

Að því leiti styðji fjárfestingar sjóða GAMMA og fleiri fagfjárfesta við þróun leigumarkaðrins. „Ef að þeir hefðu ekki ákveðið að fara í þessar fjárfestingar þá væru þessar 400 íbúðir ef til vill ekki allar í útleigu í dag,“ segir hann. „Þetta eykur framboð.“


Tengdar fréttir

GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg

Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×