Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 12:07 Frá undirritun kjarasamninga í Karphúsinu í nótt. Vísir/Friðrik Þór Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi. Verkfall 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi.
Verkfall 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira