Hundrað og tuttugu skurðaðgerðum var frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt á meðan verkfallinu stóð og eru biðlistar nú helmingi lengri en á sama tíma í fyrra.
Þá voru um 1.300 færri komur á dag- og göngudeildir á meðan verkfallinu stóð, sé litið til sama tíma árið 2014, að því er segir á vef Landspítalans. Einnig kemur fram að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga þar sem deildir hafi verið yfirfullar við upphaf verkfalls. Legutími hafi jafnframt lengst.
Öllum bráðainnlögnum var sinnt en fimm daga endurhæfingardeild aldraðra var lokuð frá upphafi verkfallsins.
Fresta þurfti 120 skurðaðgerðum í verkfallinu

Tengdar fréttir

Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst
Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum.

Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika
Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir.