Sport

Trump á að vera forseti Bandaríkjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson og Trump á góðri stundu árið 1989.
Tyson og Trump á góðri stundu árið 1989. vísir/getty
Donald Trump er kominn með höggþungan mann í hornið hjá sér í forsetakjörinu í Bandaríkjunum.

Sjálfur Mike Tyson hefur lýst yfir stuðningi við framboð Trump.

„Donald Trump á að vera forseti Bandaríkjanna," sagði Tyson ákveðinn er hann var spurður út í skoðun sína á forsetaframbjóðendunum.

Þessi ummæli koma kannski ekki rosalega mikið á óvart enda eiga þeir sögu saman. Trump stóð lengi við bakið á Tyson er hann var að keppa í hnefaleikum.

Tyson er líka á því að Bandaríkin þurfi viðskiptamann til þess að reka landið.

„Prófum eitthvað nýtt. Við prufuðum Obama. Það er kominn tími á breytingar. Rekum Bandaríkin eins og fyrirtæki. Besti maðurinn sér svo um starfið."

Þar höfum við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×