Ekki stendur til að reka Guðberg Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2015 16:19 Gríðarleg reiði braust út í gær vegna pistils Guðbergs Bergssonar. Síðasti pistill Guðbergs Bergssonar olli talsverðu uppnámi í samfélaginu, svo ekki sé kveðið að orði kveðið. Pistillinn er undir yfirskriftinni „Er sjálfsvirðingin komin í jólasölukösina?“ og fer Guðbergur fremur háðuglegum orðum um játningar tveggja rithöfunda sem eru nú með bækur í jólabókaflóðinu; þeirra Hallgríms Helgasonar og Jóns Gnarr. Ritstjórar DV og dv.is segja að pistillinn hafi ekki verið fjarlægður til að friðþægja þá hina reiðu; hann átti einfaldlega aldrei að fara inná netið. Nú ber svo við að pistillinn er horfinn af dv.is og segir Kristjón Kormákur ritstjóri vefmiðilsins að ástæðan sé einfaldlega sú að hann átti aldrei að fara í birtingu – ekki að verið sé að taka pistilinn út til að friðþægja þá sem reiddust pistlinum. „Hann átti aldrei að fara þangað inn. Það voru mistök blaðamanns sem ekki vissi betur. Pistlar í DV eiga ekki að fara þangað inn; þeir eru yfirleitt birtir á Eyjunni þeir sem fara á netið. Og þá nokkrum dögum eftir birtingu,“ segir Kristjón Kormákur. Fáir pistlahöfundar eins áhugaverðir í dag Eggert Skúlason ritstjóri DV tekur í sama streng. „Ég sem ritstjóri DV vil að fólkið kaupi blaðið og lesi það, en ekki efnið sem þar birtist á netinu. Við viljum selja fólki pistilinn hans. Þetta hefur ekkert með innihald eða umræðu að gera.“ Það stendur þá ekki til að reka Guðberg? „Nei, það stendur alls ekki til að reka Guðberg, fáir pistlahöfundar eru eins áhugaverðir í dag og Guðbergur Bergsson og oftar en ekki sem pistlar hans vekja umtal og sitt sýnist hverjum. Guðbergur heldur áfram að skrifa í DV og gerir blaðið okkar betra. Heldur betur.“ Ráðgjafi í Stígamótum kallaður til Fjölmargir áttu vart orð í eigu sinni af hneykslan einskærri í gær. Netmiðillinn Stundin fjallaði um málið og eignaði Guðbergi ummæli þar sem rithöfundurinn vitnar með óbeinum hætti í ónefnt kvikindi. Sá frásagnarháttur fór fyrir ofan garð og neðan því uppslátturinn var: „Guðbergur um Hallgrím: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“ Guðbergur Bergsson gagnrýnir opinberun Hallgríms Helgasonar um nauðgun í pistil í DV í dag. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir mikilvægt að sýna fólki þakklæti og virðingu sem segir frá kynferðisofbeldi.“ Hallgrímur svekktur og sár Og þannig má lengi áfram telja. Einhverjir vildu efna til bókabrennu. Og gerðu það. Þetta var semsagt bók dagsins.....Posted by Einar Ben Þorsteinsson on 28. október 2015 Hallgrímur sjálfur gat ekki leynt sárindum sínum, en Nútíminn vitnaði í viðtal Síðdegisútvarps Rásar 2 við rithöfundinn sem sagðist vona að hann „endi ekki sem svona biturt gamalmenni og öfundsjúkt. Það er kannski liður í því að opna mig út með gamla og erfiða hluti. Það er kannski liður í að vera ekki bitur.“ Hallgrími sárnaði pistill Guðbergs. Pistill Guðbergs snýst ekki um veruleikann Þrátt fyrir ofsann sem braust út á Facebook reyndu tveir bókmenntafræðingar að malda í móinn, þeim leist ekki á blikuna. Eiríki Guðmundssyni útvarpsmanni og rithöfundi blöskraði offorsið, bókabrennur og annað æði og segir meðal annars á sinni Facebooksíðu í morgun: „En, þeir sem ætla að fórna bókmenntalegu afreki Guðbergs Bergssonar á altari þess sem menn kalla nú um stundir rétthugsun eru á villigötum, enda er sú rétthugsun þeirra sem ekki þekkja til bókmennta, þær, bókmenntirnar, eru ekki rétthugsaðar heldur ævinlega transgressívar og annars dauðar, en transgression er hugtak frá Bataille eða Foucault eða Blanchot, og frá þeim öllu og sósað, en það skiptir ekki máli hér.“ Og Eiríkur heldur áfram að nálgast efnið út frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni: „Pistill Guðbergs er skrifaður teprulaust og gjörsamlega yfir strikið frá samtímanum séð en í aldagamalli hefð aftur fyrir upplýsingu sem tilheyrir bókmenntum, glæfralegur stíll, óþægilegur, og andstyggilegur fyrir þá sem eru samtíða honum, það er heilög saríra og henni er ekkert heilagt. Slíkan stíl ætti Hallgrímur Helgason að þekkja manna best, hafandi praktíserað hann, og auðvitað gerir hann það, en nú leikur hann oddatölu, eða hvað? Pistill Guðbergs snýst ekki um veruleikann heldur það hvernig menn vinna úr veruleikanum. Svo, nú geta allir verið rólegir, bara að lokum þetta, ef rétthugsandi kennitölur með engar oddatölur ná öllum völdum þá eru bókmenntirnar dauðar.“ Bókmenntafræðingarnir Eiríkur og Kristján hafa reynt að malda í móinn og segja að ekki sé nú allt sem sýnist. Ætlað að gera allt vitlaust með gífuryrðum Annar sem rís upp til varnar Guðbergi, eða reynir að hella olíu á úfnar öldurnar, er Kristján B. Jónasson útgefandi en hann tekur til máls í athugasemdakerfi á Facebookvegg Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem fordæmir skrif Guðbergs ákaft. Kristján og skírskotar til höfundarverks Guðbergs. Kristján skrifar meðal annars.: „Og sem hommi, sem forsmáður og úthrópaður maður spurði hann sig líka: Ef það að vera heilsteyptur þýðir líka að maður er alltaf að leika hinn réttsýna, hvaða hrylling er þá alltaf verið að breiða yfir? Við sjáum þessa afstöðu hans eiginlega alltaf best í þeim verkum sem hann þýddi á íslensku fremur en í þessum æsingaskrifum í fjölmiðla sem beinlínis er alltaf ætlað að vaða beint inn í umræðuna og gera allt vitlaust með gífuryrðum og djöfulgangi.“ (Trigger warning) Sjö atriði til leiðréttingar á hatursorðræðunni sem Guðbergur Bergsson setti fram í dag: 1. Það eru...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on 27. október 2015 Bókmenntir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Síðasti pistill Guðbergs Bergssonar olli talsverðu uppnámi í samfélaginu, svo ekki sé kveðið að orði kveðið. Pistillinn er undir yfirskriftinni „Er sjálfsvirðingin komin í jólasölukösina?“ og fer Guðbergur fremur háðuglegum orðum um játningar tveggja rithöfunda sem eru nú með bækur í jólabókaflóðinu; þeirra Hallgríms Helgasonar og Jóns Gnarr. Ritstjórar DV og dv.is segja að pistillinn hafi ekki verið fjarlægður til að friðþægja þá hina reiðu; hann átti einfaldlega aldrei að fara inná netið. Nú ber svo við að pistillinn er horfinn af dv.is og segir Kristjón Kormákur ritstjóri vefmiðilsins að ástæðan sé einfaldlega sú að hann átti aldrei að fara í birtingu – ekki að verið sé að taka pistilinn út til að friðþægja þá sem reiddust pistlinum. „Hann átti aldrei að fara þangað inn. Það voru mistök blaðamanns sem ekki vissi betur. Pistlar í DV eiga ekki að fara þangað inn; þeir eru yfirleitt birtir á Eyjunni þeir sem fara á netið. Og þá nokkrum dögum eftir birtingu,“ segir Kristjón Kormákur. Fáir pistlahöfundar eins áhugaverðir í dag Eggert Skúlason ritstjóri DV tekur í sama streng. „Ég sem ritstjóri DV vil að fólkið kaupi blaðið og lesi það, en ekki efnið sem þar birtist á netinu. Við viljum selja fólki pistilinn hans. Þetta hefur ekkert með innihald eða umræðu að gera.“ Það stendur þá ekki til að reka Guðberg? „Nei, það stendur alls ekki til að reka Guðberg, fáir pistlahöfundar eru eins áhugaverðir í dag og Guðbergur Bergsson og oftar en ekki sem pistlar hans vekja umtal og sitt sýnist hverjum. Guðbergur heldur áfram að skrifa í DV og gerir blaðið okkar betra. Heldur betur.“ Ráðgjafi í Stígamótum kallaður til Fjölmargir áttu vart orð í eigu sinni af hneykslan einskærri í gær. Netmiðillinn Stundin fjallaði um málið og eignaði Guðbergi ummæli þar sem rithöfundurinn vitnar með óbeinum hætti í ónefnt kvikindi. Sá frásagnarháttur fór fyrir ofan garð og neðan því uppslátturinn var: „Guðbergur um Hallgrím: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“ Guðbergur Bergsson gagnrýnir opinberun Hallgríms Helgasonar um nauðgun í pistil í DV í dag. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir mikilvægt að sýna fólki þakklæti og virðingu sem segir frá kynferðisofbeldi.“ Hallgrímur svekktur og sár Og þannig má lengi áfram telja. Einhverjir vildu efna til bókabrennu. Og gerðu það. Þetta var semsagt bók dagsins.....Posted by Einar Ben Þorsteinsson on 28. október 2015 Hallgrímur sjálfur gat ekki leynt sárindum sínum, en Nútíminn vitnaði í viðtal Síðdegisútvarps Rásar 2 við rithöfundinn sem sagðist vona að hann „endi ekki sem svona biturt gamalmenni og öfundsjúkt. Það er kannski liður í því að opna mig út með gamla og erfiða hluti. Það er kannski liður í að vera ekki bitur.“ Hallgrími sárnaði pistill Guðbergs. Pistill Guðbergs snýst ekki um veruleikann Þrátt fyrir ofsann sem braust út á Facebook reyndu tveir bókmenntafræðingar að malda í móinn, þeim leist ekki á blikuna. Eiríki Guðmundssyni útvarpsmanni og rithöfundi blöskraði offorsið, bókabrennur og annað æði og segir meðal annars á sinni Facebooksíðu í morgun: „En, þeir sem ætla að fórna bókmenntalegu afreki Guðbergs Bergssonar á altari þess sem menn kalla nú um stundir rétthugsun eru á villigötum, enda er sú rétthugsun þeirra sem ekki þekkja til bókmennta, þær, bókmenntirnar, eru ekki rétthugsaðar heldur ævinlega transgressívar og annars dauðar, en transgression er hugtak frá Bataille eða Foucault eða Blanchot, og frá þeim öllu og sósað, en það skiptir ekki máli hér.“ Og Eiríkur heldur áfram að nálgast efnið út frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni: „Pistill Guðbergs er skrifaður teprulaust og gjörsamlega yfir strikið frá samtímanum séð en í aldagamalli hefð aftur fyrir upplýsingu sem tilheyrir bókmenntum, glæfralegur stíll, óþægilegur, og andstyggilegur fyrir þá sem eru samtíða honum, það er heilög saríra og henni er ekkert heilagt. Slíkan stíl ætti Hallgrímur Helgason að þekkja manna best, hafandi praktíserað hann, og auðvitað gerir hann það, en nú leikur hann oddatölu, eða hvað? Pistill Guðbergs snýst ekki um veruleikann heldur það hvernig menn vinna úr veruleikanum. Svo, nú geta allir verið rólegir, bara að lokum þetta, ef rétthugsandi kennitölur með engar oddatölur ná öllum völdum þá eru bókmenntirnar dauðar.“ Bókmenntafræðingarnir Eiríkur og Kristján hafa reynt að malda í móinn og segja að ekki sé nú allt sem sýnist. Ætlað að gera allt vitlaust með gífuryrðum Annar sem rís upp til varnar Guðbergi, eða reynir að hella olíu á úfnar öldurnar, er Kristján B. Jónasson útgefandi en hann tekur til máls í athugasemdakerfi á Facebookvegg Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem fordæmir skrif Guðbergs ákaft. Kristján og skírskotar til höfundarverks Guðbergs. Kristján skrifar meðal annars.: „Og sem hommi, sem forsmáður og úthrópaður maður spurði hann sig líka: Ef það að vera heilsteyptur þýðir líka að maður er alltaf að leika hinn réttsýna, hvaða hrylling er þá alltaf verið að breiða yfir? Við sjáum þessa afstöðu hans eiginlega alltaf best í þeim verkum sem hann þýddi á íslensku fremur en í þessum æsingaskrifum í fjölmiðla sem beinlínis er alltaf ætlað að vaða beint inn í umræðuna og gera allt vitlaust með gífuryrðum og djöfulgangi.“ (Trigger warning) Sjö atriði til leiðréttingar á hatursorðræðunni sem Guðbergur Bergsson setti fram í dag: 1. Það eru...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on 27. október 2015
Bókmenntir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira