Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:24 Gylfi Þór Sigurðsson skömmu áður en hann skoraði mark sitt í leiknum. Vísir Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00