Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2015 18:27 Strákarnir fagna marki Kolbeins. vísir/vilhelm „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Ein sú besta ólétt á nýjan leik Handbolti Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Enski boltinn Rodri bestur í heimi 2024 Fótbolti FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Fótbolti Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Körfubolti Man United sett sig í samband við Amorim Enski boltinn „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Íslenski boltinn Bonmatí best í heimi annað árið í röð Fótbolti Real Madríd og Barcelona lið ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti „Þetta er bara hundfúlt“ Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Karólína skoraði beint úr horni á móti þeim bandarísku: „Sjúklega ánægð“ Myndaveisla frá Íslandsmeistarafögnuði Blika Sjá meira
„Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Ein sú besta ólétt á nýjan leik Handbolti Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Enski boltinn Rodri bestur í heimi 2024 Fótbolti FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Fótbolti Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Körfubolti Man United sett sig í samband við Amorim Enski boltinn „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Íslenski boltinn Bonmatí best í heimi annað árið í röð Fótbolti Real Madríd og Barcelona lið ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti „Þetta er bara hundfúlt“ Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Karólína skoraði beint úr horni á móti þeim bandarísku: „Sjúklega ánægð“ Myndaveisla frá Íslandsmeistarafögnuði Blika Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24