Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2015 18:27 Strákarnir fagna marki Kolbeins. vísir/vilhelm „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
„Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24