Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 12:00 Aron og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. vísir/anton Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00