Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 14:54 Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Vísir/Getty Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44
Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30