Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 16:52 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta komna með leið á því að vera notaðir sem verkfæri í verkfalli en að óbreyttu hefst verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna á fimmtudaginn. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HÍ þar sem umsjónarmenn bygginga skólans eru í SFR. Þeir munu því hvorki opna byggingar HÍ né kennslustofur komi til verkfalls. Hefðbundin kennsla mun því lamast ef frá er talin kennsla í Háskólabíói þar sem umsjónarmaður þeirrar byggingar er ekki í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sagði í samtali við Vísi í seinustu viku að hann myndi virða verkfallsrétt starfsmanna skólans og ekki fara um og opna byggingar og stofur. „Við viljum auðvitað ekki hvetja rektor til þess að standa ekki með sínu starfsfólki sem yfirmaður. Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segir stúdenta vonast til að kjaradeilan leysist sem allra fyrst. „Það er auðvitað fyrirséð að þetta er ekki eini dagurinn sem kennsla mun falla niður. Þetta hefur mikil áhrif á starfsemi skólans og skerðir tvímælalaust nám stúdenta að komast ekki í fyrirlestra. Við hvetjum hins vegar bara kennara að nýta tækifærið ef það kemur til verkfalls og skoða aðrar leiðir til að miðla kennsluefninu, til dæmis með því að taka fyrirlestrana upp og setja þá á netið.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta komna með leið á því að vera notaðir sem verkfæri í verkfalli en að óbreyttu hefst verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna á fimmtudaginn. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HÍ þar sem umsjónarmenn bygginga skólans eru í SFR. Þeir munu því hvorki opna byggingar HÍ né kennslustofur komi til verkfalls. Hefðbundin kennsla mun því lamast ef frá er talin kennsla í Háskólabíói þar sem umsjónarmaður þeirrar byggingar er ekki í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sagði í samtali við Vísi í seinustu viku að hann myndi virða verkfallsrétt starfsmanna skólans og ekki fara um og opna byggingar og stofur. „Við viljum auðvitað ekki hvetja rektor til þess að standa ekki með sínu starfsfólki sem yfirmaður. Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segir stúdenta vonast til að kjaradeilan leysist sem allra fyrst. „Það er auðvitað fyrirséð að þetta er ekki eini dagurinn sem kennsla mun falla niður. Þetta hefur mikil áhrif á starfsemi skólans og skerðir tvímælalaust nám stúdenta að komast ekki í fyrirlestra. Við hvetjum hins vegar bara kennara að nýta tækifærið ef það kemur til verkfalls og skoða aðrar leiðir til að miðla kennsluefninu, til dæmis með því að taka fyrirlestrana upp og setja þá á netið.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56