Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Svavar Hávarðsson skrifar 13. október 2015 07:00 Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglunnar við ríkið gefur til kynna – undirmönnun hefur verið ljós árum saman og úrbótum heitið frá hendi stjórnvalda án efnda. vísir/pjetur Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglumanna við ríkið gefur til kynna. Legið hefur fyrir um árabil að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Nefnd á vegum innanríkisráðherra komst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega tveimur árum að hækka þyrfti fjárframlög til lögreglu um 3,5 milljarða.Geta ekki uppfyllt skyldur sínar „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í skriflegu svari til Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir svörum vegna þess að allt frá hruni hefur Vinnuvernd ríkisins endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjölmörgu sem starfa hjá hinu opinbera.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumannaTölur yfir vinnuslys opinberra starfsmanna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað hæstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins og sker lögreglan sig úr hvað það varðar. Rót þess vanda er mikil og viðvarandi undirmönnun, er mat Vinnueftirlitsins.Vandamálið löngu ljóst Þegar horft er fáein ár aftur í tímann má finna þess stað á fjölmörgum stöðum að vandi lögreglunnar er viðurkenndur af öllum sem gerst þekkja – stjórnvöldum þar með talið. Í ársskýrslu ársins 2014 segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að á árunum 2007 til 2014 fækkaði lögreglumönnum um tæplega 100, en aukafjárveiting árið 2014 leyfði ráðningar á 44 nýjum lögreglumönnum. Enn er þó langt í land, segir Haraldur, og vísar til niðurstöðu nefndar innanríkisráðherra frá mars 2013 sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka, tveimur fulltrúum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landssambands lögreglumanna og fleiri. Niðurstaða þingnefndarinnar [Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland] var að fjölga þyrfti lögreglumönnum um 236 eða um rúmlega 40%. Það eru fleiri lögreglumenn en starfa í heild sinni utan höfuðborgarsvæðisins. Í febrúar var fjöldi lögreglumanna samkvæmt upplýsingum ríkislögreglustjóra 640. Að mati ríkislögreglustjóra þurfa lögreglumenn í landinu að vera að lágmarki 860.Milljarða niðurskurður Þá má geta þess að í áætlunum sem lögreglustjórarnir í landinu gerðu fyrir árin 2008 – 2012 sáu þeir fyrir sér að í landinu þyrftu að vera starfandi 804 lögreglumenn á árinu 2012 en rauntalan var 624 það ár. Þetta fær svo enn frekari stoð í skýrslu sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi í desember 2012, „Staða lögreglunnar“, en í henni er viðurkennt af stjórnvöldum að raunfjárveitingar til lögreglu höfðu dregist saman um 2,8 milljarða króna á árunum 2008 – 2011. Þar er niðurstaðan afdráttarlaus: „Á samráðsfundi ráðuneytisins með ríkislögreglustjóra, 6. október sl. [2012], skýrði ríkislögreglustjóri frá því að hann hefði átt samráðsfundi með lögregluliðum úti á landi. Á þeim fundum hefði eindregið komið fram að nú um stundir væri lögreglunni ókleift að leysa þau verkefni sem ætlast væri til af henni vegna fjárskorts og manneklu. Ástandið í lögreglunni væri óásættanlegt og brýnt væri að fjölga lögreglumönnum og auka fjárveitingar til lögreglunnar. Að mati ríkislögreglustjóra væri það staðreynd að lögreglan getur ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt.“Mælirinn löngu fullur Samkvæmt fyrrnefndri ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 voru starfandi 299 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu, en löggæslusvæðið nær yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjós. Árið 1999 setti Böðvar Bragason, fyrrverandi lögreglustjóri, fram áætlanir um mannaflaþörf fyrir embætti sitt, sem þá náði til Reykjavíkur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, og sagði að lágmarki þurfa 303 lögreglumenn til að halda uppi þjónustu við borgarana. „Í dag, fjórtán árum síðar, sitjum við í þeirri stöðu að lögreglumenn eru 299 og löggæslusvæðið og þar með íbúafjöldinn, ökutækjafjöldinn o.fl. er margfaldur á við það sem þá var,“ segir Snorri en hann sagði jafnframt í viðtali við Bylgjuna á dögunum: „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru, í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum. […] Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingarleysi stjórnvalda og virðingarleysi í þeirra garð.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda 12. október 2015 17:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglumanna við ríkið gefur til kynna. Legið hefur fyrir um árabil að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Nefnd á vegum innanríkisráðherra komst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega tveimur árum að hækka þyrfti fjárframlög til lögreglu um 3,5 milljarða.Geta ekki uppfyllt skyldur sínar „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í skriflegu svari til Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir svörum vegna þess að allt frá hruni hefur Vinnuvernd ríkisins endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjölmörgu sem starfa hjá hinu opinbera.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumannaTölur yfir vinnuslys opinberra starfsmanna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað hæstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins og sker lögreglan sig úr hvað það varðar. Rót þess vanda er mikil og viðvarandi undirmönnun, er mat Vinnueftirlitsins.Vandamálið löngu ljóst Þegar horft er fáein ár aftur í tímann má finna þess stað á fjölmörgum stöðum að vandi lögreglunnar er viðurkenndur af öllum sem gerst þekkja – stjórnvöldum þar með talið. Í ársskýrslu ársins 2014 segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að á árunum 2007 til 2014 fækkaði lögreglumönnum um tæplega 100, en aukafjárveiting árið 2014 leyfði ráðningar á 44 nýjum lögreglumönnum. Enn er þó langt í land, segir Haraldur, og vísar til niðurstöðu nefndar innanríkisráðherra frá mars 2013 sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka, tveimur fulltrúum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landssambands lögreglumanna og fleiri. Niðurstaða þingnefndarinnar [Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland] var að fjölga þyrfti lögreglumönnum um 236 eða um rúmlega 40%. Það eru fleiri lögreglumenn en starfa í heild sinni utan höfuðborgarsvæðisins. Í febrúar var fjöldi lögreglumanna samkvæmt upplýsingum ríkislögreglustjóra 640. Að mati ríkislögreglustjóra þurfa lögreglumenn í landinu að vera að lágmarki 860.Milljarða niðurskurður Þá má geta þess að í áætlunum sem lögreglustjórarnir í landinu gerðu fyrir árin 2008 – 2012 sáu þeir fyrir sér að í landinu þyrftu að vera starfandi 804 lögreglumenn á árinu 2012 en rauntalan var 624 það ár. Þetta fær svo enn frekari stoð í skýrslu sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi í desember 2012, „Staða lögreglunnar“, en í henni er viðurkennt af stjórnvöldum að raunfjárveitingar til lögreglu höfðu dregist saman um 2,8 milljarða króna á árunum 2008 – 2011. Þar er niðurstaðan afdráttarlaus: „Á samráðsfundi ráðuneytisins með ríkislögreglustjóra, 6. október sl. [2012], skýrði ríkislögreglustjóri frá því að hann hefði átt samráðsfundi með lögregluliðum úti á landi. Á þeim fundum hefði eindregið komið fram að nú um stundir væri lögreglunni ókleift að leysa þau verkefni sem ætlast væri til af henni vegna fjárskorts og manneklu. Ástandið í lögreglunni væri óásættanlegt og brýnt væri að fjölga lögreglumönnum og auka fjárveitingar til lögreglunnar. Að mati ríkislögreglustjóra væri það staðreynd að lögreglan getur ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt.“Mælirinn löngu fullur Samkvæmt fyrrnefndri ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 voru starfandi 299 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu, en löggæslusvæðið nær yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjós. Árið 1999 setti Böðvar Bragason, fyrrverandi lögreglustjóri, fram áætlanir um mannaflaþörf fyrir embætti sitt, sem þá náði til Reykjavíkur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, og sagði að lágmarki þurfa 303 lögreglumenn til að halda uppi þjónustu við borgarana. „Í dag, fjórtán árum síðar, sitjum við í þeirri stöðu að lögreglumenn eru 299 og löggæslusvæðið og þar með íbúafjöldinn, ökutækjafjöldinn o.fl. er margfaldur á við það sem þá var,“ segir Snorri en hann sagði jafnframt í viðtali við Bylgjuna á dögunum: „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru, í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum. […] Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingarleysi stjórnvalda og virðingarleysi í þeirra garð.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda 12. október 2015 17:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda 12. október 2015 17:00