Gólfið í Víkinni eins og skautasvell | Gólfþvottavélin var biluð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2015 11:30 Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson kútveltist hér um á sleipu gólfinu í gær. vísir/pjetur Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45
Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26