Þingmenn vilja að lögreglan hljóti verkfallsrétt á ný Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 15:19 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið fyrr í þessum mánuði, en þeir eru afar ósáttir við kjör sín og hvernig miðar í kjaraviðræðum. visir/pjetur Frumvarp hefur verið lagt fram um breytingar á lögum um lögreglulög í þá veru að lögregluþjónar geti farið í verkfall. Það eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hörður Ríkharðsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sem eru flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarpið gengur út á að lögreglumenn hljóti verkfallsrétt á nýjan leik og í greinargerð kemur fram að slíkt fruvart var fyrst flutt á 144. löggjafarþingi (372. mál) af Eyrúnu Eyþórsdóttur og tveimur þingmönnum öðrum úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þingmennirnir vilja meina að lögregluþjónar hafi dregist aftur úr í kjörum og það vilja þeir rekja til þeirrar staðreyndar að þeir njóti ekki verkfallsréttar, sem og samanburðarstéttir.Hér má sjá frumvarpið og greinargerðina í heild sinni. „Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna þess. Umsagnir bárust frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi yfirlögregluþjóna, Landssambandi lögreglumanna, Lögreglufélagi Eyjafjarðar, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Tollvarðafélagi Íslands. Allar umsagnirnar, átta talsins, voru jákvæðar í garð málsins. Í ljósi þess og að jafnbrýnt er nú og þegar frumvarpið var flutt í fyrsta sinn að lögreglumenn endurheimti rétt sinn til að sækja kjarabætur með verkfalli ef nauðsynlegt reynist er það nú endurflutt óbreytt og með upphaflegri greinargerð sem hér fer á eftir,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum 1986 með breytingum á þágildandi lögreglulögum. Fram til þess tíma höfðu lögreglumenn rétt til verkfalls líkt og aðrar stéttir innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, reyndar með þeim fyrirvara að skylt var að halda uppi nauðsynlegri öryggisgæslu á meðan á verkfalli stóð. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Frumvarp hefur verið lagt fram um breytingar á lögum um lögreglulög í þá veru að lögregluþjónar geti farið í verkfall. Það eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hörður Ríkharðsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sem eru flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarpið gengur út á að lögreglumenn hljóti verkfallsrétt á nýjan leik og í greinargerð kemur fram að slíkt fruvart var fyrst flutt á 144. löggjafarþingi (372. mál) af Eyrúnu Eyþórsdóttur og tveimur þingmönnum öðrum úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þingmennirnir vilja meina að lögregluþjónar hafi dregist aftur úr í kjörum og það vilja þeir rekja til þeirrar staðreyndar að þeir njóti ekki verkfallsréttar, sem og samanburðarstéttir.Hér má sjá frumvarpið og greinargerðina í heild sinni. „Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna þess. Umsagnir bárust frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi yfirlögregluþjóna, Landssambandi lögreglumanna, Lögreglufélagi Eyjafjarðar, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Tollvarðafélagi Íslands. Allar umsagnirnar, átta talsins, voru jákvæðar í garð málsins. Í ljósi þess og að jafnbrýnt er nú og þegar frumvarpið var flutt í fyrsta sinn að lögreglumenn endurheimti rétt sinn til að sækja kjarabætur með verkfalli ef nauðsynlegt reynist er það nú endurflutt óbreytt og með upphaflegri greinargerð sem hér fer á eftir,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum 1986 með breytingum á þágildandi lögreglulögum. Fram til þess tíma höfðu lögreglumenn rétt til verkfalls líkt og aðrar stéttir innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, reyndar með þeim fyrirvara að skylt var að halda uppi nauðsynlegri öryggisgæslu á meðan á verkfalli stóð.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45