„Okkur finnst við sitja eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 21:42 Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli. Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli.
Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira