„Okkur finnst við sitja eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 21:42 Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli. Verkfall 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli.
Verkfall 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira