Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2015 22:13 Kevin De Bruyne fagnar með félögum sínum í kvöld. Vísir/Getty Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. Belgar unnu 3-1 sigur á Ísrael í kvöld og fengu þar með tveimur stigum meira en lið Wales sem vann á sama tíma 2-0 sigur á Andorra. Wales er komið á sitt fyrsta Evrópumót eins og Ísland. Dries Mertens, Kevin De Bruyne og Eden Hazard skoruðu mörk Belga í kvöld en De Bruyne lagði einnig upp eitt markanna. Aaron Ramsey og Gareth Bale skoruðu mörk Wales í sigrinum á Andorra. Þetta var fullkomið kvöld fyrir Belga því auk þess að ná sínum markmiðum þá sátu nágrannar þeirra og erkifjendur, Hollendingar einnig eftir í riðli Íslands eftir tap á heimavelli á móti Tékkum. Þetta verður fyrsta Evrópumótið frá árinu 1984 þar sem Hollendingar eru ekki meðal þátttökuþjóða. Belgar geta ekki bara fagnað sigri í riðlinum í kvöld því þeir náðu einnig tveimur öðrum toppsætum með þessum sigri á Ísrael. Belgar verða nefnilega komnir upp í efsta sæti heimslista FIFA þegar hann kemur út næsta og þá verða þeir einnig í efsta styrkleikflokki þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það verður dregið í riðla í úrslitakeppninni 12. desember næstkomandi.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. Belgar unnu 3-1 sigur á Ísrael í kvöld og fengu þar með tveimur stigum meira en lið Wales sem vann á sama tíma 2-0 sigur á Andorra. Wales er komið á sitt fyrsta Evrópumót eins og Ísland. Dries Mertens, Kevin De Bruyne og Eden Hazard skoruðu mörk Belga í kvöld en De Bruyne lagði einnig upp eitt markanna. Aaron Ramsey og Gareth Bale skoruðu mörk Wales í sigrinum á Andorra. Þetta var fullkomið kvöld fyrir Belga því auk þess að ná sínum markmiðum þá sátu nágrannar þeirra og erkifjendur, Hollendingar einnig eftir í riðli Íslands eftir tap á heimavelli á móti Tékkum. Þetta verður fyrsta Evrópumótið frá árinu 1984 þar sem Hollendingar eru ekki meðal þátttökuþjóða. Belgar geta ekki bara fagnað sigri í riðlinum í kvöld því þeir náðu einnig tveimur öðrum toppsætum með þessum sigri á Ísrael. Belgar verða nefnilega komnir upp í efsta sæti heimslista FIFA þegar hann kemur út næsta og þá verða þeir einnig í efsta styrkleikflokki þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það verður dregið í riðla í úrslitakeppninni 12. desember næstkomandi.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira