Undirbúningar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir EM hefst strax í næsta mánuði.
KSÍ tilkynnti í dag að liðið muni þá spila tvo vináttulandsleiki. Andstæðingar Íslands verða Pólverjar og Slóvakar en bæði lið verða einnig á EM í Frakklandi.
Fyrri leikurinn er gegn Pólverjum í Varsjá þann 13. nóvember en fjórum dögum síðar verður leikir gegn Slóvökum í Zilina.
Þetta er hið besta mál fyrir liðið og þjálfara þess. Verður áhugavert að sjá hvernig strákunum mun vegna í þessum rimmum.
Spila við Pólland og Slóvakíu í nóvember
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
