Innlent

Formaður SFR: „Þetta er rétt að byrja“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmennt var á samstöðufundi á Austurvelli í morgun.
Fjölmennt var á samstöðufundi á Austurvelli í morgun. vísir/anton brink
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, hvatti í morgun félagsmenn sína, sjúkraliða og lögreglumenn til að fjölmenna í fyrramálið fyrir utan stjórnarráðið til að leggja áherslu á kröfur þeirra um sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn. Samstöðufundurinn hefst upp úr klukkan níu – á sama tíma og ráðherrar mæta á ríkisstjórnarfund.

„Þetta er rétt að byrja. Þessi fundur er í dag, næsti á morgun. Þá eigið þið öll að mæta fyrir framan stjórnarráðið klukkan korter yfir níu. Þá er ríkisstjórnarfundur og við ætlum að láta finna yfir okkur þar,“ sagði Árni Stefán í ræðu sinni á Austurvelli í morgun.

Samninganefndir félaganna þriggja settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt. Ekki liggur fyrir hvenær fundinum lýkur en flest bendir til þess að hann muni standa fram á kvöld.


Tengdar fréttir

Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn

Þrátt fyrir nýtt tilboð af hálfu ríkisins tókst ekki að ná fram kjarasamningi við SFR, sjúkraliða og lögreglumenn á daglöngum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Félögin liggja yfir hugmynd ríkisins að lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×