Skjótast milli húsa undan verkfallinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. október 2015 07:00 Stefán Árni Jónsson, formaður SFR, talar á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í gærmorgun. Auk félaga SFR komu þar saman sjúkraliðar og lögreglumenn, en verkalýðsfélögin eiga í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. vísir/anton Dæmi eru um að reynt hafi verið að fara í kringum verkfall SFR í skólum landsins, samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu. Verkfallsverðir voru á ferðinni og tekið var á nokkrum málum, en án þess þó að til nokkurra átaka kæmi. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Viðræður stóðu í allan gærdag í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara. Verkfallsaðgerðum stéttarfélaganna er hins vegar stjórnað úr sameiginlegri verkfallsmiðstöð þeirra við Grettisgötu í Reykjavík.Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFRSólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, segir að sendir hafi verið út nokkrir hópar til að kanna stöðuna hjá stofnunum ríkisins. „Bæði erum við með ákveðið skipulag á heimsóknum í stofnanir og svo höfum við náttúrlega fengið alls konar ábendingar,“ segir hún, en áréttar um leið að SFR telji stjórnendur stofnana almennt „í liði“ með verkalýðsfélögunum og sýna baráttu þeirra skilning. „Oftast nær hefur þetta gengið vel fyrir sig, en svo er hitt og þetta að koma upp á.“ Mikið hafi verið að gera í gær þegar forsvarsmenn stofnana hafi vaknað upp við vondan draum um mikilvægi starfa þeirra sem í verkfalli voru og áhrif verkfalls þeirra á starfsemina. „Þetta er fólkið í stoðþjónustunni, almennri afgreiðslu, á síma og á skrifstofu. Fólkið sem á að opna dyrnar.“ Því hafi verið nokkur brögð að því að reynt hafi verið að fara í kringum verkfallið, bæði vegna misskilnings og líka af ráðnum hug. „Við höfum svolítið rekið okkur á að háskólarnir og skólar hafi verið að færa til kennslu. Til dæmis hefur þetta gerst í Háskóla Íslands,“ segir Sólveig. Þetta hafi meðal annars verið gert að fyrirmælum deildarstjóra sem bent hafi kennurum á að flytja kennslu úr húsi og eins hafi einstaka kennarar fundið þetta upp hjá sjálfum sér. Í hluta þessara tilvika segir Sólveig að vísað hafi verið til þess að leyfilegt sé að halda umræðufundi með nemendum á öðrum stöðum en í háskólabyggingu. „Það er slatti af svona málum sem komið hefur upp.“ Þá segir Sólveig hafa komið í ljós á heilbrigðisstofnunum og á Landspítalanum að undanþágulistar hafi ekki verið fullkomnir. „Það er eins og enginn hafi gert ráð fyrir því að SFR myndi nokkurn tímann fara í verkfall.“ Undanþágunefnd hafi verið að störfum í fyrradag og allan gærdag líka þar sem farið sé yfir þessi mál. Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Dæmi eru um að reynt hafi verið að fara í kringum verkfall SFR í skólum landsins, samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu. Verkfallsverðir voru á ferðinni og tekið var á nokkrum málum, en án þess þó að til nokkurra átaka kæmi. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Viðræður stóðu í allan gærdag í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara. Verkfallsaðgerðum stéttarfélaganna er hins vegar stjórnað úr sameiginlegri verkfallsmiðstöð þeirra við Grettisgötu í Reykjavík.Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFRSólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, segir að sendir hafi verið út nokkrir hópar til að kanna stöðuna hjá stofnunum ríkisins. „Bæði erum við með ákveðið skipulag á heimsóknum í stofnanir og svo höfum við náttúrlega fengið alls konar ábendingar,“ segir hún, en áréttar um leið að SFR telji stjórnendur stofnana almennt „í liði“ með verkalýðsfélögunum og sýna baráttu þeirra skilning. „Oftast nær hefur þetta gengið vel fyrir sig, en svo er hitt og þetta að koma upp á.“ Mikið hafi verið að gera í gær þegar forsvarsmenn stofnana hafi vaknað upp við vondan draum um mikilvægi starfa þeirra sem í verkfalli voru og áhrif verkfalls þeirra á starfsemina. „Þetta er fólkið í stoðþjónustunni, almennri afgreiðslu, á síma og á skrifstofu. Fólkið sem á að opna dyrnar.“ Því hafi verið nokkur brögð að því að reynt hafi verið að fara í kringum verkfallið, bæði vegna misskilnings og líka af ráðnum hug. „Við höfum svolítið rekið okkur á að háskólarnir og skólar hafi verið að færa til kennslu. Til dæmis hefur þetta gerst í Háskóla Íslands,“ segir Sólveig. Þetta hafi meðal annars verið gert að fyrirmælum deildarstjóra sem bent hafi kennurum á að flytja kennslu úr húsi og eins hafi einstaka kennarar fundið þetta upp hjá sjálfum sér. Í hluta þessara tilvika segir Sólveig að vísað hafi verið til þess að leyfilegt sé að halda umræðufundi með nemendum á öðrum stöðum en í háskólabyggingu. „Það er slatti af svona málum sem komið hefur upp.“ Þá segir Sólveig hafa komið í ljós á heilbrigðisstofnunum og á Landspítalanum að undanþágulistar hafi ekki verið fullkomnir. „Það er eins og enginn hafi gert ráð fyrir því að SFR myndi nokkurn tímann fara í verkfall.“ Undanþágunefnd hafi verið að störfum í fyrradag og allan gærdag líka þar sem farið sé yfir þessi mál.
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira