Innlent

Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti á ríkisstjórnarfund í morgun.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti á ríkisstjórnarfund í morgun. vísir/anton brink
Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. Tveggja daga verkfall félaganna tveggja skall á í gær.

Slagorð á borð við „Sömu kjarabætur og aðrir“ mátti sjá á borðum félagsmanna.

Boðað var til mótmælanna í gær, en þau voru haldin á sama tíma og ráðherrar settust á ríkisstjórnarfund. Lítið hefur miðað í kjarasamningsviðræðum samninganefnda félaganna en náist ekki samningar er næsta verkfall fyrirhugað á mánudag.

vísir/anton brink
vísir/anton brink
vísir/anton brink

Við erum rétt að byrja! Verkfallsfólk fjölmennir fyrir framan stjórnarráðið !

Posted by Barátta2015 on 16. október 2015

Tengdar fréttir

Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð

Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands.

Skjótast milli húsa undan verkfallinu

Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×