Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 11:38 Árni Stefán Jónsson. vísir/anton brink Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í morgun. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að enn sem komið er sé engin lausn í sjónmáli. Unnið sé að því að útfæra hugmyndir ríkisvaldsins en segir allt benda til að næsta verkfall hefjist á mánudag. „Félagsmenn eru mjög sárir út í ríkið. Það sem er svo merkilegt er að oft reyna stéttarfélög að brjóta sig út úr einhverjum ramma til að reyna að fá meira en aðrir, en við erum að reyna að brjóta okkur inn í rammann. Við erum að reyna að fá það sama og búið er að ganga frá við ansi stóran hóp ríkisstarfsmanna. Það bara er ekki hægt að skilja hluta af ríkisstarfsmönnum fyrir utan,“ segir Árni Stefán. Hann telur líklegt að fundurinn muni standa fram á kvöld, og jafnvel um helgina. „Ég geri fastlega ráð fyrir að næsta verkfall muni skella á. Opinberir starfsmenn nefninlega geta ekki frestað verkfalli. Við búum við lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem ekki er gert ráð fyrir að við getum frestað verkföllum. Þar er gert ráð fyrir að ef við skrifum undir kjarasamning og förum með hann í atkvæðagreiðslu, að þá getum við frestað.“ Verkfallsfólk kom saman við stjórnarráðið í morgun til að leggja áherslu á kröfur sínar. Árni segir það hafa gengið vel fyrir sig, en aðspurður segist hann engin viðbrögð hafa fengið frá ráðherrunum. Þá segir hann nokkra gremju ríkja á meðal félagsmanna. „Það hefur svolítil reiði sprottið út í verkfallinu. Menn eru mikið að hringja inn og finnst að einhvers staðar séu menn að teygja sig lengra en þeir mega. Til dæmis yfirmenn að fara í störf undirmanna sinna og svoleiðis, en það eru svoleiðis mál sem fara rosalega illa í hópinn,“ útskýrir Árni. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda Lögregla telur að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. 16. október 2015 08:22 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í morgun. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að enn sem komið er sé engin lausn í sjónmáli. Unnið sé að því að útfæra hugmyndir ríkisvaldsins en segir allt benda til að næsta verkfall hefjist á mánudag. „Félagsmenn eru mjög sárir út í ríkið. Það sem er svo merkilegt er að oft reyna stéttarfélög að brjóta sig út úr einhverjum ramma til að reyna að fá meira en aðrir, en við erum að reyna að brjóta okkur inn í rammann. Við erum að reyna að fá það sama og búið er að ganga frá við ansi stóran hóp ríkisstarfsmanna. Það bara er ekki hægt að skilja hluta af ríkisstarfsmönnum fyrir utan,“ segir Árni Stefán. Hann telur líklegt að fundurinn muni standa fram á kvöld, og jafnvel um helgina. „Ég geri fastlega ráð fyrir að næsta verkfall muni skella á. Opinberir starfsmenn nefninlega geta ekki frestað verkfalli. Við búum við lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem ekki er gert ráð fyrir að við getum frestað verkföllum. Þar er gert ráð fyrir að ef við skrifum undir kjarasamning og förum með hann í atkvæðagreiðslu, að þá getum við frestað.“ Verkfallsfólk kom saman við stjórnarráðið í morgun til að leggja áherslu á kröfur sínar. Árni segir það hafa gengið vel fyrir sig, en aðspurður segist hann engin viðbrögð hafa fengið frá ráðherrunum. Þá segir hann nokkra gremju ríkja á meðal félagsmanna. „Það hefur svolítil reiði sprottið út í verkfallinu. Menn eru mikið að hringja inn og finnst að einhvers staðar séu menn að teygja sig lengra en þeir mega. Til dæmis yfirmenn að fara í störf undirmanna sinna og svoleiðis, en það eru svoleiðis mál sem fara rosalega illa í hópinn,“ útskýrir Árni. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda Lögregla telur að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. 16. október 2015 08:22 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda Lögregla telur að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. 16. október 2015 08:22
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14