Ungverjar loka landamærum sínum að Króatíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2015 23:17 Gaddavír verður notaður til að loka landamærunum. vísir/epa Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02