Starfsemi meðferðarheimila ungmenna skert eða liggur niðri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 12:26 Hluti starfsemi Stuðla liggur niðri. vísir/pjetur Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14