Starfsemi meðferðarheimila ungmenna skert eða liggur niðri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 12:26 Hluti starfsemi Stuðla liggur niðri. vísir/pjetur Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14