Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2015 22:45 Illugi Jökulsson blés til söfnunarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Nú þegar liðlega sólarhringur er liðinn síðan að undirskriftasöfnuninni „Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi“ var ýtt úr vör hafa um 7600 manns skrifað undir. Telati fjölskyldan er orðin Íslendingum góðkunn en raunir hennar rötuðu fyrst í fjölmiðla þann 30. september síðastliðinn. Þá greindi Vísir frá því að systkinin Laura, Janie og Petrit fengju ekki að ganga í skóla sem þau þó sáu út um gluggann á tómri stofunni í íbúð þeirra í Laugardal. Því máli lauk með besta móti og hafa börnin nú stundað skólana í Laugarneshverfinu síðustu tvær vikur. Þau eru öll þrjú ánægð í skólanum og hafa kynnst mörgum vinum.Rætt var við fjölskylduna og nágranna þeirra í ljósi tíðinda föstudagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Foreldrar þeirra, Hasan og Alketa, höfðu þá sótt um hæli á Íslandi og biðu viðbragða. Svarið barst svo loks á föstudag, beiðni þeirra var synjað og þeim gert að halda aftur til Albaníu. Mikil reiði braust út í kjölfar þessara tíðinda, reiði og sorg og það má glögglega sjá ef skautað var yfir samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir tók saman dæmi sem fráleitt eru tæmandi um þau orð sem látin voru falla vegna þessarar niðurstöðu, sem fólk átti afar erfitt með að sætta sig við. Sjá einnig: Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu ÚtlendingastofnunarÚt um stofugluggann sjá þau (f.v.) Janie, Petrit og Laura skóla hverfisins.Vísir/VilhelmFjölmargir hafa boðist til að aðstoða fjölskylduna með einum eða öðrum hætti. Það gerði til að mynda Sólveig Eiríksdóttir, kennd við veitingastaðinn Gló, í dag þegar hún bauð þeim Hasan og Alketa starf á veitingastaðnum. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt. Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér, “ sagði Sólveig, Solla, af því tilefni.Sjá einnig: Tilbúin að bjóða Albönunum vinnu á Gló Rithöfundurinn Illugi Jökulsson stendur fyrir undirskriftalistanum „Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi.“ Við listann skrifar Illugi: Við undirrituð botnum ekki í því af hverju hinni fimm manna Telati fjölskyldu frá Albaníu er ekki leyft að setjast hér að. Við krefjumst þess að Útlendingastofnun breyti hið bráðasta þeirri ákvörðun að vísa fjölskyldunni úr landi.Fjölskyldan frá Albaníu eru hjón með þrjú börn, níu, þrettán og fimmtán ára. Þau vilja setjast hér að til frambúðar, börnin vilja ganga í skóla og hjónin vilja vinna fyrir sér. Við sjáum nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að óskir þeirra séu uppfylltar.Ef þessari fjölskyldu væri vísað úr landi yrði það skammarlegur blettur á okkur og samfélagi okkar. Leyfum þeim að búa hér ef þau vilja, eins og við viljum fá að búa í friði þar sem við kjósum. Flóttamenn Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Nú þegar liðlega sólarhringur er liðinn síðan að undirskriftasöfnuninni „Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi“ var ýtt úr vör hafa um 7600 manns skrifað undir. Telati fjölskyldan er orðin Íslendingum góðkunn en raunir hennar rötuðu fyrst í fjölmiðla þann 30. september síðastliðinn. Þá greindi Vísir frá því að systkinin Laura, Janie og Petrit fengju ekki að ganga í skóla sem þau þó sáu út um gluggann á tómri stofunni í íbúð þeirra í Laugardal. Því máli lauk með besta móti og hafa börnin nú stundað skólana í Laugarneshverfinu síðustu tvær vikur. Þau eru öll þrjú ánægð í skólanum og hafa kynnst mörgum vinum.Rætt var við fjölskylduna og nágranna þeirra í ljósi tíðinda föstudagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Foreldrar þeirra, Hasan og Alketa, höfðu þá sótt um hæli á Íslandi og biðu viðbragða. Svarið barst svo loks á föstudag, beiðni þeirra var synjað og þeim gert að halda aftur til Albaníu. Mikil reiði braust út í kjölfar þessara tíðinda, reiði og sorg og það má glögglega sjá ef skautað var yfir samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir tók saman dæmi sem fráleitt eru tæmandi um þau orð sem látin voru falla vegna þessarar niðurstöðu, sem fólk átti afar erfitt með að sætta sig við. Sjá einnig: Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu ÚtlendingastofnunarÚt um stofugluggann sjá þau (f.v.) Janie, Petrit og Laura skóla hverfisins.Vísir/VilhelmFjölmargir hafa boðist til að aðstoða fjölskylduna með einum eða öðrum hætti. Það gerði til að mynda Sólveig Eiríksdóttir, kennd við veitingastaðinn Gló, í dag þegar hún bauð þeim Hasan og Alketa starf á veitingastaðnum. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt. Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér, “ sagði Sólveig, Solla, af því tilefni.Sjá einnig: Tilbúin að bjóða Albönunum vinnu á Gló Rithöfundurinn Illugi Jökulsson stendur fyrir undirskriftalistanum „Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi.“ Við listann skrifar Illugi: Við undirrituð botnum ekki í því af hverju hinni fimm manna Telati fjölskyldu frá Albaníu er ekki leyft að setjast hér að. Við krefjumst þess að Útlendingastofnun breyti hið bráðasta þeirri ákvörðun að vísa fjölskyldunni úr landi.Fjölskyldan frá Albaníu eru hjón með þrjú börn, níu, þrettán og fimmtán ára. Þau vilja setjast hér að til frambúðar, börnin vilja ganga í skóla og hjónin vilja vinna fyrir sér. Við sjáum nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að óskir þeirra séu uppfylltar.Ef þessari fjölskyldu væri vísað úr landi yrði það skammarlegur blettur á okkur og samfélagi okkar. Leyfum þeim að búa hér ef þau vilja, eins og við viljum fá að búa í friði þar sem við kjósum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00