Tilbúin til að bjóða Albönunum vinnu á Gló Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 14:33 Solla til vinstri og Hasan, Alketa og börnin til hægri. mynd/solla og vísir/gva „Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?