Liverpool-maður annar tveggja nýliða í enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 11:48 Danny Ings fagnar marki með Liverpool. Vísir/EPA Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Englendinga í undankeppni EM 2016 en þar mætir England Eistlandi og Litháen. Enska landsliðið er eins og íslenska landsliðið búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni í Frakkland þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir. Hodgson valdi tvo nýliða í hópinn en það eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Danny Ings hjá Liverpool. Framherjinn Danny Ings hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en miðjumaðurinn Dele Alli hefur unnið sér sæti í aðlliði Tottenham. Daniel Sturridge er byrjaður að spila með Liverpool og skoraði tvö mörk á móti Aston Villa en Roy Hodgson ákvað að bíða með að velja hann í landsliðið til að gefa honum tækifæri að halda álaginu í skefjum nú þegar hann er að snúa aftur eftir leiðinleg meiðsli. Ryan Bertrand hjá Southampton, Phil Jones hjá Manchester United og Liverpool-maðurinn Adam Lallana kom allir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er á sínum stað en hann bætti markamet enska landsliðsins í síðasta verkefni og varð þá sá fyrsti til að skora 50 mörk fyrir enska karlalandsliðið í fótbolta.Leikmannahópur Englendinga:Markverðir: Jack Butland (Stoke City), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton). Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Manchester City)Framherjar: Danny Ings (Liverpool), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Theo Walcott (Arsenal). EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Englendinga í undankeppni EM 2016 en þar mætir England Eistlandi og Litháen. Enska landsliðið er eins og íslenska landsliðið búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni í Frakkland þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir. Hodgson valdi tvo nýliða í hópinn en það eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Danny Ings hjá Liverpool. Framherjinn Danny Ings hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en miðjumaðurinn Dele Alli hefur unnið sér sæti í aðlliði Tottenham. Daniel Sturridge er byrjaður að spila með Liverpool og skoraði tvö mörk á móti Aston Villa en Roy Hodgson ákvað að bíða með að velja hann í landsliðið til að gefa honum tækifæri að halda álaginu í skefjum nú þegar hann er að snúa aftur eftir leiðinleg meiðsli. Ryan Bertrand hjá Southampton, Phil Jones hjá Manchester United og Liverpool-maðurinn Adam Lallana kom allir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er á sínum stað en hann bætti markamet enska landsliðsins í síðasta verkefni og varð þá sá fyrsti til að skora 50 mörk fyrir enska karlalandsliðið í fótbolta.Leikmannahópur Englendinga:Markverðir: Jack Butland (Stoke City), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton). Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Manchester City)Framherjar: Danny Ings (Liverpool), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Theo Walcott (Arsenal).
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira