Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 2. október 2015 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir greinilega flöt fyrir nýtt sterkt stjórnmálaafl sem þarf ekki að taka tillit til hagsmuna. vísir/pjetur „Ég held að þessi mikli vöxtur ferðaþjónustunnar hafi kallað enn frekar á þörfina á iðnmenntuðu fólki. Þörfin er sannarlega til staðar, meðal annars hjá ferðaþjónustunni, en síðan útskrifast bara ákveðinn stabbi. Þarna er þetta risabil sem þarf að brúa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Hún var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hún segir mikla vöntun á starfs- og iðnmenntun hjá Íslendingum, en segir nágrannaþjóðirnar vera að glíma við það sama. Hún vill gera menntakerfið sveigjanlegra. „Ég held að í þróun starfs- og atvinnuhátta þá liggi það ljóst fyrir að það þarf að endurskoða námið. Við þurfum að tala um þrepaskiptingu náms. Það er ástæða fyrir því að við sjáum þrjátíu prósent brottfall úr skólunum, sérstaklega á fyrstu tveimur árum framhaldsskólans. Það er meðal annars vegna þess að við erum ekki að bjóða upp á nám sem höfðar til unga fólksins. Það eru svo magnaðir hlutir að gerast í atvinnulífinu. Við sjáum það oft hjá Samtökum atvinnulífsins að við erum með starfskynningar og fleira og krakkarnir hafa ekki hugmynd um það sem er að gerast úti í samfélaginu. Sumir þeirra hafa til dæmis aldrei gist á hóteli. Bara það að kynna fyrir þeim hvað það er sem er að gerast í hótelstarfsemi, eða verslun og iðnaði. Það er hægt að gera ótal margt, en það er eins og það sé inngreypt í okkur að gera námið dálítið sterílt.“ Þorgerður segir hluta vandans þann að ekki sé verið að ná fólki á framhaldsskólaaldri inn á iðn- og starfsmenntabrautir. „Uppbyggingin í grunnskólunum beinir ekki sjónum krakka inn á þær brautir.“ Er litið niður á iðnmenntun? „Já, manni fannst það um tíma. Það er ekki eins lengur. Frekar að menn eru ekki að átta sig á möguleikunum. Samfélagið, foreldrarnir, félagarnir. Þetta spilar allt rullu. Stórt skref væri stigið með því að breyta nálgun okkar foreldra. Í stað þess að segja, í hvaða skóla ætlarðu, ættum við að spyrja – í hvaða nám ætlarðu?“ Samtök atvinnulífsins létu gera könnun fyrir nokkru þar sem framhaldsskólanemar voru spurðir af hverju þeir hefðu valið bóknám, en ekki verknám. „Þá kom í ljós að 40% hefði frekar viljað fara í verknám, og 60% hefðu viljað vera í einhverju verknámi með. Við sjáum að það eru ekki krakkarnir sem hafa ekki áhuga. Vandamálið liggur annars staðar.“Varðstaða um kyrrstöðu Hún segir sveigjanleika vanta. „Það þarf greiðar leiðar á milli námsbrauta. Reyndar finnst mér hafa verið stöðnun í þessu en ég sé teikn á lofti núna. Þegar ég var í ráðuneytinu fannst mér oft vanta samtal milli skóla og atvinnulífsins, það samtal er farið af stað með markvissari hætti en áður. Til að mynda settum við af stað vinnu með skólastjórnendum verkmenntaskólanna, sem ég held að ætti að vera ákveðinn leiðarvísir í öllu saman. Við erum með tilraunaverkefni sem við erum að þróa áfram meðal annars í samstarfi við Tækniskólann, um að opna stálsmíðina og gera námið meira þannig að það eigi sér stað innan skólanna. Líka að reynslan sé metin til jafns við námið. Þannig að vinnustaðirnir eru námsstaðir. Síðan erum við að stytta námið. Ef það heppnast vel er ég að vonast til þess að aðrar greinar sjái að þetta er hægt.“ Hún segir atvinnugreinarnar mistilbúnar til að breytast. „Það eru ákveðnar greinar sem er mjög annt um að hafa varðstöðu um óbreytt ástand. Mér finnst það eiginlega ekki í boði, varðstaða um kyrrstöðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“Markaðurinn mun ráða Hún segir hafa vantað fyrirtæki sem eru viljug til þess að skuldbinda sig til að taka nema. „Nú er að verða þar breyting á hjá fyrirtækjum sem tengjast málmiðn og stálsmíði. Það að fá krakkana á vinnustaðina þýðir að þau finna dýnamíkina í náminu.“En geta hagsmunaöfl og pólitíkusar verið að skipta sér af þessu? Er það ekki markaðurinn sem ræður? „Jú, markaðurinn mun ráða og þess vegna er ég sannfærð um ábyrgð atvinnulífsins. Nám er fyrir einstaklinginn til að efla hann og þroska og veita honum tækifæri til þess að finna sér farveg í lífinu. En námið verður að vera í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu. Og það sem er úti í samfélaginu eru fyrirtæki og atvinnulíf. Þess vegna held ég að þessi feimni hafi verið of mikil og það þurfi að koma á ástríðufullu ástarsambandi milli skóla, fyrirtækja og atvinnulífs. Menn eiga ekki að vera feimnir við að það. Leyfa sér að hoppa upp í rúm hvert með öðru og aðeins að elskast.“ Hún segir sóknarfærin í þessum efnum konur. „Ef við ætlum að fjölga fólki í þessum greinum eru sóknarfærin í gegnum stelpur. Í háskólunum eru konur tveir þriðju nemenda. Við erum að sjá konur sækja meira í tækninám sem er frábært en við þurfum þær fyrr, í framhaldsskólanum, og inn í greinar eins og rafvirkjun og rafgreinarnar sem við höfum verið að benda á að henta konum vel. Og ýmsar aðrar iðngreinar, hvort sem það er smíði, málmgreinar og fleira. Þær eiga ekki að vera hræddar. Þorgerður Katrín.Vísir/PjeturBreytist ekki á einu ári Hún vill að horft sé til hæfni fólks í auknum mæli. „Þetta á að vera spurning um hvað fólk kann, ekki úr hvaða skóla það kemur. Við erum að sjá að iðnmenntað fólk kemur aftur inn í skólakerfið og sækir sér frekari menntun. Spáið í þekkinguna sem þau hafa öðlast þegar þau koma inn í skólann aftur!“ Sérðu eftir að hafa ekki tekið þetta fastari tökum í þinni tíð sem menntamálaráðherra? „Já, ég hefði viljað taka þetta fastari tökum, en það er svo sem ekkert sem ráðuneytið getur gert eitt og sér. Það er örugglega eitt af því sem Illugi stendur frammi fyrir núna. Með útkomu Hvítbókar er það kannski hvað gagnrýniverðast hversu skammt á veg iðn- og starfsnámið er komið. En það er bara verkefni sem er stærra en svo að það breytist á einu ári.“ Þorgerður er stolt af tíð sinni í embætti menntamálaráðherra. „Mér þykir vænt um margt sem ég gerði þar. Ég fókuseraði mjög á háskólastigið og heildstæða skólalöggjöf. Þar fannst mér vinnubrögðin skipta miklu máli, við unnum þetta vel í samvinnu. En þar var ekki alltaf talsamband við Kennarasambandið. Þegar menn hófu sig yfir ákveðna vitleysu þá stefndum við öll að því sama. Þetta var bara spurning um að kyngja stolti.“Kýs enn þá Sjálfstæðisflokkinn Þorgerður Katrín kvaddi stjórnmálin á eftirminnilegan hátt árið 2013 vegna skuldamála eiginmanns síns, Kristjáns Arasonar. Mörgum þótti vont að horfa á eftir Þorgerði úr stjórnmálunum og einhverjir stuðningsmanna hennar yfirgáfu flokkinn í kjölfarið.Nú hefur nafn þitt komið æ oftar upp í umræðunni og menn jafnvel gert því skóna að þú hyggist bjóða þig fram á ný fyrir hið nýja stjórnmálaafl Viðreisn. Er eitthvað til í því? Þorgerður hlær. „Ég er á rosalega góðum stað. Ég er að gera hluti sem mér finnst skemmtilegir og ég hef áhuga á. Það þyrfti eitthvað verulega mikið til þess að fá mig aftur inn í stjórnmál. Ég er í Sjálfstæðisflokknum, búin að vera þar og hef ekki kosið annað. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast ef ég ætti ekki að gera það. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að það mætti ýmislegt betur fara í Sjálfstæðisflokknum, ég held til dæmis að flokkurinn minn verði að opna sig aðeins meira. Hann verði að hugsa um það sem hann hefur staðið fyrir í gegnum tíðina, að vera frjálst framsýnt umbótaafl. Ef maður horfir til dæmis á utanríkismálin þá hafa engar meiriháttar breytingar í utanríkispólitískri sögu verið gerðar án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Öll þessi skref, að vera hluti af NATO, hluti af EFTA, fara inn í EES. Allt hefur þetta verið til framfara. Ég held það skipti máli að flokkurinn loki ekki á þessa umræðu og þá spyrjið þið örugglega næst, ertu að tala um Evrópumálin? Að hluta til er ég að gera það. Það er ákveðinn hópur innan flokksins sem vill sjá aðrar leiðir heldur en forystan er að fara. En menn hafa ekki mikið vit á pólitík og innviðum flokksins ef þeir halda að Evrópumálin séu það sem fólk er óánægt með. Evrópumálin eru kannski ákveðin birtingarmynd óánægju. En ég segi fyrir mig að ef ekki væri fyrir Bjarna Ben væri flokkurinn í mun verri málum. Eftir stendur að það er óánægja innan flokksins og menn vilja sjá tekið raunverulega á málum sem hafa verið tabú innan flokksins.“Ekki í takt við 21. öldina Hvaða mál eru það? Þorgerður nefnir landbúnaðarmálin. „Við tölum um frelsi í aðra röndina en þegar til kastanna kemur þá trúum við ekki á það á landbúnaðarsviðinu. Hvar hefur frelsið nýst okkur? Til dæmis til mestu verðmætasköpunar í íslenskri samfélagssögu, í sjávarútvegi. Þar er algjört frelsi, þar eru engir ríkisstyrkir. Þar er búið að byggja upp þannig að menn þurftu að hagræða í greininni á sársaukafullan hátt en eftir stendur að við erum með arðbæran sjávarútveg í landinu.“ Hún nefnir einn mann, eitt atkvæði. „Það hefur verið erfitt því menn vilja halda valdajafnvægi í landinu. Þetta er bara ekki í takt við 21. öldina að atkvæði í mínu gamla kjördæmi vegi helmingi minna en annars staðar á landinu, það gengur ekki upp. Ég held að menn séu hræddir við það vegna þess að þá missa þeir völd en þá verður bara svo að vera, rétt skal vera rétt. Það er hægt að taka til og tína til þætti sem við eigum að vera óhrædd við að fjalla um en hefur oft verið sussað niður. Menn þurfa að taka á því að við erum kyndilberi frjálslyndis ekki afturhalds.“Þarf flokkurinn að hafa áhyggjur af klofningsframboði? „Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku ef hann tekur á þeim málum sem fólk er að kalla eftir. Ég held það sé rangt ef menn ætla að horfa á Pírata og tala þá niður. Ég held það sé margt mikilvægt sem við eigum að læra af því sem Píratar eru að setja fram, margt sem maður er ósammála, en margt áhugavert og eftirtektarvert. Og framkoma þeirra margra mjög til eftirbreytni. Eins og Helgi Hrafn í þinginu og Halldór Auðar í borginni. Að mörgu leyti held ég að staða Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem er knöpp og erfið, markist af því að menn lærðu ekki nægilega mikið af því hvernig Besti flokkurinn kom fram. Það var meira kapp lagt á að tala Besta flokkinn niður, tala niður Jón Gnarr frekar en að draga fram það jákvæða. Það er margt hægt að gagnrýna, eins og við erum að sjá í fjárhagsstöðu borgarinnar í dag. Það má gagnrýna Jón Gnarr og Dag fyrir að hafa verið meira í popúlisma heldur en öðru. En það voru aðrir hlutir sem sérstaklega Besti flokkurinn dró fram í íslenska pólitík, sem varð til þess að fjórflokkurinn varð og verður að breytast ef við ætlum að ná til ungs fólks.“Flötur fyrir nýju stjórnmálaafli Er ungt fólk ekki að missa áhugann á flokkshestum og framapólitíkusum? „Það má ekki gerast, pólitíkin er svo skemmtileg og mikilvæg. Af hverju er pólitíkin eins og hún er í dag? Af því að hún er ekki búin að breytast nægilega mikið. Við getum nefnt mál sem við sem teljumst til eldri kynslóðarinnar hreinlega föttuðum ekki að skiptu máli, sem tengjast Netinu til dæmis. Svo getum við ekki verið með leiðtoga sem senda út skoðanakönnun áður en þeir mynda sér skoðun. Ég þoli það ekki. Maður er ekki í pólitík til að standa á sviðinu og fá endalaust uppklapp.“ Hún segist halda að flokkssystkini hennar í Sjálfstæðisflokknum séu meðvituð um þær breytingar sem þurfi að eiga sér stað. „Ég trúi ekki öðru. Mitt bakland hristir höfuðið yfir því þegar ég er að tala um Sjálfstæðisflokkinn og ég viðurkenni það alveg að fólk skilur ekki að ég sé enn þá að tala fallega um flokkinn. Ég trúi því að menn vilji enn þá hafa hann sem ríkjandi afl. Ef það gerist hins vegar ekki, ég ætla ekki að draga dul á það, þá er greinilega flötur fyrir sterku miðjuafli, sem er framsýnt og frjálslynt. Sem þarf ekki að taka tillit til einhverra hagsmuna úti um allt, heldur verður það líka frjálst og óháð. Hvort sem það er Evrópusinnað eða ekki.“Er það Viðreisn? „Ekkert endilega. Ég get til dæmis talað um hóp af frjálslyndum hægrikonum, stóran hóp. Víða í spektrúmi flokkanna. Ég er ekkert endilega að miða þetta út frá Sjálfstæðisflokknum. Ég var alls ekkert ósátt við flokkinn þegar ég hætti þó ég viti það að ég verði lamin af hálfu nokkurra vinkvenna minna fyrir að segja það,“ útskýrir Þorgerður og hlær. „En í mörgum málum hefði maður viljað sjá hann stærri og sýna meiri reisn.“ Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
„Ég held að þessi mikli vöxtur ferðaþjónustunnar hafi kallað enn frekar á þörfina á iðnmenntuðu fólki. Þörfin er sannarlega til staðar, meðal annars hjá ferðaþjónustunni, en síðan útskrifast bara ákveðinn stabbi. Þarna er þetta risabil sem þarf að brúa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Hún var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hún segir mikla vöntun á starfs- og iðnmenntun hjá Íslendingum, en segir nágrannaþjóðirnar vera að glíma við það sama. Hún vill gera menntakerfið sveigjanlegra. „Ég held að í þróun starfs- og atvinnuhátta þá liggi það ljóst fyrir að það þarf að endurskoða námið. Við þurfum að tala um þrepaskiptingu náms. Það er ástæða fyrir því að við sjáum þrjátíu prósent brottfall úr skólunum, sérstaklega á fyrstu tveimur árum framhaldsskólans. Það er meðal annars vegna þess að við erum ekki að bjóða upp á nám sem höfðar til unga fólksins. Það eru svo magnaðir hlutir að gerast í atvinnulífinu. Við sjáum það oft hjá Samtökum atvinnulífsins að við erum með starfskynningar og fleira og krakkarnir hafa ekki hugmynd um það sem er að gerast úti í samfélaginu. Sumir þeirra hafa til dæmis aldrei gist á hóteli. Bara það að kynna fyrir þeim hvað það er sem er að gerast í hótelstarfsemi, eða verslun og iðnaði. Það er hægt að gera ótal margt, en það er eins og það sé inngreypt í okkur að gera námið dálítið sterílt.“ Þorgerður segir hluta vandans þann að ekki sé verið að ná fólki á framhaldsskólaaldri inn á iðn- og starfsmenntabrautir. „Uppbyggingin í grunnskólunum beinir ekki sjónum krakka inn á þær brautir.“ Er litið niður á iðnmenntun? „Já, manni fannst það um tíma. Það er ekki eins lengur. Frekar að menn eru ekki að átta sig á möguleikunum. Samfélagið, foreldrarnir, félagarnir. Þetta spilar allt rullu. Stórt skref væri stigið með því að breyta nálgun okkar foreldra. Í stað þess að segja, í hvaða skóla ætlarðu, ættum við að spyrja – í hvaða nám ætlarðu?“ Samtök atvinnulífsins létu gera könnun fyrir nokkru þar sem framhaldsskólanemar voru spurðir af hverju þeir hefðu valið bóknám, en ekki verknám. „Þá kom í ljós að 40% hefði frekar viljað fara í verknám, og 60% hefðu viljað vera í einhverju verknámi með. Við sjáum að það eru ekki krakkarnir sem hafa ekki áhuga. Vandamálið liggur annars staðar.“Varðstaða um kyrrstöðu Hún segir sveigjanleika vanta. „Það þarf greiðar leiðar á milli námsbrauta. Reyndar finnst mér hafa verið stöðnun í þessu en ég sé teikn á lofti núna. Þegar ég var í ráðuneytinu fannst mér oft vanta samtal milli skóla og atvinnulífsins, það samtal er farið af stað með markvissari hætti en áður. Til að mynda settum við af stað vinnu með skólastjórnendum verkmenntaskólanna, sem ég held að ætti að vera ákveðinn leiðarvísir í öllu saman. Við erum með tilraunaverkefni sem við erum að þróa áfram meðal annars í samstarfi við Tækniskólann, um að opna stálsmíðina og gera námið meira þannig að það eigi sér stað innan skólanna. Líka að reynslan sé metin til jafns við námið. Þannig að vinnustaðirnir eru námsstaðir. Síðan erum við að stytta námið. Ef það heppnast vel er ég að vonast til þess að aðrar greinar sjái að þetta er hægt.“ Hún segir atvinnugreinarnar mistilbúnar til að breytast. „Það eru ákveðnar greinar sem er mjög annt um að hafa varðstöðu um óbreytt ástand. Mér finnst það eiginlega ekki í boði, varðstaða um kyrrstöðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“Markaðurinn mun ráða Hún segir hafa vantað fyrirtæki sem eru viljug til þess að skuldbinda sig til að taka nema. „Nú er að verða þar breyting á hjá fyrirtækjum sem tengjast málmiðn og stálsmíði. Það að fá krakkana á vinnustaðina þýðir að þau finna dýnamíkina í náminu.“En geta hagsmunaöfl og pólitíkusar verið að skipta sér af þessu? Er það ekki markaðurinn sem ræður? „Jú, markaðurinn mun ráða og þess vegna er ég sannfærð um ábyrgð atvinnulífsins. Nám er fyrir einstaklinginn til að efla hann og þroska og veita honum tækifæri til þess að finna sér farveg í lífinu. En námið verður að vera í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu. Og það sem er úti í samfélaginu eru fyrirtæki og atvinnulíf. Þess vegna held ég að þessi feimni hafi verið of mikil og það þurfi að koma á ástríðufullu ástarsambandi milli skóla, fyrirtækja og atvinnulífs. Menn eiga ekki að vera feimnir við að það. Leyfa sér að hoppa upp í rúm hvert með öðru og aðeins að elskast.“ Hún segir sóknarfærin í þessum efnum konur. „Ef við ætlum að fjölga fólki í þessum greinum eru sóknarfærin í gegnum stelpur. Í háskólunum eru konur tveir þriðju nemenda. Við erum að sjá konur sækja meira í tækninám sem er frábært en við þurfum þær fyrr, í framhaldsskólanum, og inn í greinar eins og rafvirkjun og rafgreinarnar sem við höfum verið að benda á að henta konum vel. Og ýmsar aðrar iðngreinar, hvort sem það er smíði, málmgreinar og fleira. Þær eiga ekki að vera hræddar. Þorgerður Katrín.Vísir/PjeturBreytist ekki á einu ári Hún vill að horft sé til hæfni fólks í auknum mæli. „Þetta á að vera spurning um hvað fólk kann, ekki úr hvaða skóla það kemur. Við erum að sjá að iðnmenntað fólk kemur aftur inn í skólakerfið og sækir sér frekari menntun. Spáið í þekkinguna sem þau hafa öðlast þegar þau koma inn í skólann aftur!“ Sérðu eftir að hafa ekki tekið þetta fastari tökum í þinni tíð sem menntamálaráðherra? „Já, ég hefði viljað taka þetta fastari tökum, en það er svo sem ekkert sem ráðuneytið getur gert eitt og sér. Það er örugglega eitt af því sem Illugi stendur frammi fyrir núna. Með útkomu Hvítbókar er það kannski hvað gagnrýniverðast hversu skammt á veg iðn- og starfsnámið er komið. En það er bara verkefni sem er stærra en svo að það breytist á einu ári.“ Þorgerður er stolt af tíð sinni í embætti menntamálaráðherra. „Mér þykir vænt um margt sem ég gerði þar. Ég fókuseraði mjög á háskólastigið og heildstæða skólalöggjöf. Þar fannst mér vinnubrögðin skipta miklu máli, við unnum þetta vel í samvinnu. En þar var ekki alltaf talsamband við Kennarasambandið. Þegar menn hófu sig yfir ákveðna vitleysu þá stefndum við öll að því sama. Þetta var bara spurning um að kyngja stolti.“Kýs enn þá Sjálfstæðisflokkinn Þorgerður Katrín kvaddi stjórnmálin á eftirminnilegan hátt árið 2013 vegna skuldamála eiginmanns síns, Kristjáns Arasonar. Mörgum þótti vont að horfa á eftir Þorgerði úr stjórnmálunum og einhverjir stuðningsmanna hennar yfirgáfu flokkinn í kjölfarið.Nú hefur nafn þitt komið æ oftar upp í umræðunni og menn jafnvel gert því skóna að þú hyggist bjóða þig fram á ný fyrir hið nýja stjórnmálaafl Viðreisn. Er eitthvað til í því? Þorgerður hlær. „Ég er á rosalega góðum stað. Ég er að gera hluti sem mér finnst skemmtilegir og ég hef áhuga á. Það þyrfti eitthvað verulega mikið til þess að fá mig aftur inn í stjórnmál. Ég er í Sjálfstæðisflokknum, búin að vera þar og hef ekki kosið annað. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast ef ég ætti ekki að gera það. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að það mætti ýmislegt betur fara í Sjálfstæðisflokknum, ég held til dæmis að flokkurinn minn verði að opna sig aðeins meira. Hann verði að hugsa um það sem hann hefur staðið fyrir í gegnum tíðina, að vera frjálst framsýnt umbótaafl. Ef maður horfir til dæmis á utanríkismálin þá hafa engar meiriháttar breytingar í utanríkispólitískri sögu verið gerðar án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Öll þessi skref, að vera hluti af NATO, hluti af EFTA, fara inn í EES. Allt hefur þetta verið til framfara. Ég held það skipti máli að flokkurinn loki ekki á þessa umræðu og þá spyrjið þið örugglega næst, ertu að tala um Evrópumálin? Að hluta til er ég að gera það. Það er ákveðinn hópur innan flokksins sem vill sjá aðrar leiðir heldur en forystan er að fara. En menn hafa ekki mikið vit á pólitík og innviðum flokksins ef þeir halda að Evrópumálin séu það sem fólk er óánægt með. Evrópumálin eru kannski ákveðin birtingarmynd óánægju. En ég segi fyrir mig að ef ekki væri fyrir Bjarna Ben væri flokkurinn í mun verri málum. Eftir stendur að það er óánægja innan flokksins og menn vilja sjá tekið raunverulega á málum sem hafa verið tabú innan flokksins.“Ekki í takt við 21. öldina Hvaða mál eru það? Þorgerður nefnir landbúnaðarmálin. „Við tölum um frelsi í aðra röndina en þegar til kastanna kemur þá trúum við ekki á það á landbúnaðarsviðinu. Hvar hefur frelsið nýst okkur? Til dæmis til mestu verðmætasköpunar í íslenskri samfélagssögu, í sjávarútvegi. Þar er algjört frelsi, þar eru engir ríkisstyrkir. Þar er búið að byggja upp þannig að menn þurftu að hagræða í greininni á sársaukafullan hátt en eftir stendur að við erum með arðbæran sjávarútveg í landinu.“ Hún nefnir einn mann, eitt atkvæði. „Það hefur verið erfitt því menn vilja halda valdajafnvægi í landinu. Þetta er bara ekki í takt við 21. öldina að atkvæði í mínu gamla kjördæmi vegi helmingi minna en annars staðar á landinu, það gengur ekki upp. Ég held að menn séu hræddir við það vegna þess að þá missa þeir völd en þá verður bara svo að vera, rétt skal vera rétt. Það er hægt að taka til og tína til þætti sem við eigum að vera óhrædd við að fjalla um en hefur oft verið sussað niður. Menn þurfa að taka á því að við erum kyndilberi frjálslyndis ekki afturhalds.“Þarf flokkurinn að hafa áhyggjur af klofningsframboði? „Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku ef hann tekur á þeim málum sem fólk er að kalla eftir. Ég held það sé rangt ef menn ætla að horfa á Pírata og tala þá niður. Ég held það sé margt mikilvægt sem við eigum að læra af því sem Píratar eru að setja fram, margt sem maður er ósammála, en margt áhugavert og eftirtektarvert. Og framkoma þeirra margra mjög til eftirbreytni. Eins og Helgi Hrafn í þinginu og Halldór Auðar í borginni. Að mörgu leyti held ég að staða Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem er knöpp og erfið, markist af því að menn lærðu ekki nægilega mikið af því hvernig Besti flokkurinn kom fram. Það var meira kapp lagt á að tala Besta flokkinn niður, tala niður Jón Gnarr frekar en að draga fram það jákvæða. Það er margt hægt að gagnrýna, eins og við erum að sjá í fjárhagsstöðu borgarinnar í dag. Það má gagnrýna Jón Gnarr og Dag fyrir að hafa verið meira í popúlisma heldur en öðru. En það voru aðrir hlutir sem sérstaklega Besti flokkurinn dró fram í íslenska pólitík, sem varð til þess að fjórflokkurinn varð og verður að breytast ef við ætlum að ná til ungs fólks.“Flötur fyrir nýju stjórnmálaafli Er ungt fólk ekki að missa áhugann á flokkshestum og framapólitíkusum? „Það má ekki gerast, pólitíkin er svo skemmtileg og mikilvæg. Af hverju er pólitíkin eins og hún er í dag? Af því að hún er ekki búin að breytast nægilega mikið. Við getum nefnt mál sem við sem teljumst til eldri kynslóðarinnar hreinlega föttuðum ekki að skiptu máli, sem tengjast Netinu til dæmis. Svo getum við ekki verið með leiðtoga sem senda út skoðanakönnun áður en þeir mynda sér skoðun. Ég þoli það ekki. Maður er ekki í pólitík til að standa á sviðinu og fá endalaust uppklapp.“ Hún segist halda að flokkssystkini hennar í Sjálfstæðisflokknum séu meðvituð um þær breytingar sem þurfi að eiga sér stað. „Ég trúi ekki öðru. Mitt bakland hristir höfuðið yfir því þegar ég er að tala um Sjálfstæðisflokkinn og ég viðurkenni það alveg að fólk skilur ekki að ég sé enn þá að tala fallega um flokkinn. Ég trúi því að menn vilji enn þá hafa hann sem ríkjandi afl. Ef það gerist hins vegar ekki, ég ætla ekki að draga dul á það, þá er greinilega flötur fyrir sterku miðjuafli, sem er framsýnt og frjálslynt. Sem þarf ekki að taka tillit til einhverra hagsmuna úti um allt, heldur verður það líka frjálst og óháð. Hvort sem það er Evrópusinnað eða ekki.“Er það Viðreisn? „Ekkert endilega. Ég get til dæmis talað um hóp af frjálslyndum hægrikonum, stóran hóp. Víða í spektrúmi flokkanna. Ég er ekkert endilega að miða þetta út frá Sjálfstæðisflokknum. Ég var alls ekkert ósátt við flokkinn þegar ég hætti þó ég viti það að ég verði lamin af hálfu nokkurra vinkvenna minna fyrir að segja það,“ útskýrir Þorgerður og hlær. „En í mörgum málum hefði maður viljað sjá hann stærri og sýna meiri reisn.“
Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira